Sport

Gull medalía til Hvíta-Rússlands í kúluvarpi kvenna

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Astapchuk hefur verið meðal sterkustu kúluvarpara heims undanfarin ár.
Astapchuk hefur verið meðal sterkustu kúluvarpara heims undanfarin ár.
Nadzeyu Astapchuk frá Hvíta-Rússlandi varð í kvöld Ólympíumeistari í kúluvarpi kvenna í fyrsta sinn, en hún náði bronsverðlaunum á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum.

Astapchuk tókst þar með að stöðva einokun Ný-Sjálenska kúluvarparans Valerie Adams en sú hafði unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 ásamt því að hafa unnið heimsmeistaramótið í síðustu þrjú skipti.

Astapchuk var með gífurlega yfirburði í London en hún kastaði fimm sinnum yfir 21 metra en enginn annar keppandi náðir yfir 21 metrana. Lengsta kast Astapchuk var svo 21,36 metrar og var hún því vel að sínu fyrsta Ólympíugulli komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×