Laxaflugan Nóra er eftir einn fremsta veiðimann landsins, Ásgeir Heiðar. Nóra er einföld fluga en um leið ótrúlega skæð í laxveiði ekki síst á björtum dögum í vatnslitlum ám líkt og veiðimenn upplifa um þessar mundir. Nóra er því ómissandi í fluguboxið í laxveiðina næstu dagana. Einföld og sterk fluga.
UPPSKRIFT:- Öngull - Silfurþríkrækja í stærðum
- Skegg - Fanir af blálitaðri hænufjöður
- Vængur - Hár af gullituðu íkornaskotti.