Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mætti fjöldi þjóðþekktra einstaklinga í Reykjavíkurmaraþonið í morgun. Meðfylgjandi myndir sýna aðeins brotabrot af þeim fjölda sem hljóp.
Kærustuparið Tobba Marínós og Karl Sigurðsson voru mjög sátt við 10 kílómetrana sem þau hlupu saman á rúmum klukkutíma og það sama mátti segja um fjölmiðlamennina Ólaf Stephensen og Kristján Má Unnarsson. Heimsmeistarinn Annie Mist teygði vel á með félögum sínum í Cross-fit við höfnina. Annie hljóp ekki i þetta sinn því hún var nýkomin heim frá New York þar sem hún var í myndatöku.
Skoða myndirnar hér.
Sonur Örlygs Smára hljóp fyrir hjartveikan bróður sinn - lesa meira hér.
