Erfiðum réttarhöldum lokið 24. ágúst 2012 12:30 Frá dómsuppkvaðningu í dag. mynd/AFP Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Lögmaður aðstandenda sagði í kjölfar dómsins að flestir væru sáttir með að réttarhöldin hefðu sýnt fram á að Breivik hafi verið heill á geði þegar hann framdi ódæðisverk sín. Upphaflegt mat geðlækna um að fjöldamorðinginn hafi í raun verið haldinn geðrofa hafi komið þeim á óvart. Þá hefur Knut Storberget, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, fagnað niðurstöðunni. Í samtali við norska ríkisútvarpið sagði hann að Breivik muni sitja bak við lás og slá alla sína tíð og það væri tvímælalaust jákvæð niðurstaða.Útey.mynd/AFPEftir að niðurstaða dómsins var kunngjörð í morgun tók við langur og strangur lestur þar sem ódæðisverkum Breiviks var lýst af mikilli nákvæmni. Rúmt ár er liðið síðan bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló. Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd en hún sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust. Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar. Á meðan yfirvöld í Ósló tókust á við afleiðingar sprengjunnar hélt Breivik í átt að Útey. Skotárásin stóð yfir í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Við dómsuppkvaðninguna í dag var gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi Breiviks. Sextíu og níu manns létust í skotárásinni en alls skaut Breivik 297 skotum úr riffli sínum og skammbyssu.Breivik brosti þegar niðurstaðan var kynnt í morgun.mynd/APSjónarvottar og eftirlifendur segja að Breivik hafi verið yfirvegaður og skipulagður. Hann var loks handtekinn af sérsveit norsku lögreglunnar. Sextánda apríl síðastliðin hófust réttarhöldin yfir Breivik í héraðsdómshúsinu í Ósló. Hann gekkst við sakargiftum en réttlætti verknaðinn með vísun í neyðarvarnarsjónarmið. Að voðaverkin hefðu verið viðbragð við ágangi múslíma í norsku samfélagi sem og ítökum marxista sem hann telur hafa eyðilagt menningu Noregs. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Lögmaður aðstandenda sagði í kjölfar dómsins að flestir væru sáttir með að réttarhöldin hefðu sýnt fram á að Breivik hafi verið heill á geði þegar hann framdi ódæðisverk sín. Upphaflegt mat geðlækna um að fjöldamorðinginn hafi í raun verið haldinn geðrofa hafi komið þeim á óvart. Þá hefur Knut Storberget, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs, fagnað niðurstöðunni. Í samtali við norska ríkisútvarpið sagði hann að Breivik muni sitja bak við lás og slá alla sína tíð og það væri tvímælalaust jákvæð niðurstaða.Útey.mynd/AFPEftir að niðurstaða dómsins var kunngjörð í morgun tók við langur og strangur lestur þar sem ódæðisverkum Breiviks var lýst af mikilli nákvæmni. Rúmt ár er liðið síðan bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló. Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd en hún sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust. Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar. Á meðan yfirvöld í Ósló tókust á við afleiðingar sprengjunnar hélt Breivik í átt að Útey. Skotárásin stóð yfir í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Við dómsuppkvaðninguna í dag var gert grein fyrir hverju einasta fórnarlambi Breiviks. Sextíu og níu manns létust í skotárásinni en alls skaut Breivik 297 skotum úr riffli sínum og skammbyssu.Breivik brosti þegar niðurstaðan var kynnt í morgun.mynd/APSjónarvottar og eftirlifendur segja að Breivik hafi verið yfirvegaður og skipulagður. Hann var loks handtekinn af sérsveit norsku lögreglunnar. Sextánda apríl síðastliðin hófust réttarhöldin yfir Breivik í héraðsdómshúsinu í Ósló. Hann gekkst við sakargiftum en réttlætti verknaðinn með vísun í neyðarvarnarsjónarmið. Að voðaverkin hefðu verið viðbragð við ágangi múslíma í norsku samfélagi sem og ítökum marxista sem hann telur hafa eyðilagt menningu Noregs.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira