Er voðalega íslensk í mér 22. ágúst 2012 21:00 Sækir innblástur í íslensk ljóð á vænlegri plötu sinni. Tónlistarkonan Elíza Newman leggur þessa dagana lokahönd á sína þriðju sólóplötu sem kemur út á Íslandi í haust. Elíza syngur á íslensku á plötunni en það er í fyrsta sinn síðan hún var í Kolrössu krókríðandi sem hún gefur út plötu með íslenskum textum. Heimþrá til Íslands var kveikjan að því að hún fór að syngja á íslensku á nýjan leik. "Ég komst ekki heim til Íslands í fyrra og fékk mikla heimþrá. Til að svala henni fór ég að lesa Laxness og íslensk ljóð. Daginn sem ég fór að blaða í Íslensku ljóðasafni sem ég erfði eftir móður mína samdi ég tíu lög held ég við ljóð íslenskra skálda og raunar munu þrjú þeirra rata á plötuna," segir Elíza sem meðal annars flutti lag sitt við ljóðið Heimþrá eftir Jóhann Sigurjónsson á tónleikum á Eyrarbakka síðustu helgi við góðar undirtektir. "Ljóðin komu mér af stað í því að syngja á íslensku aftur og í kjölfarið fór ég að semja á íslensku í fyrsta sinn í mörg ár, fann tungumálið aftur ef svo má segja." Fyrsta lagið af plötunni er þegar komið í spilun, það heitir Stjörnuryk og hefur notið töluverðra vinsælda í sumar. Þess má svo geta að Elíza stefnir á að ensk útgáfa plötunnar komi út í byrjun næsta árs. Elíza er búsett í London, en hún flutti þangað árið 2009. "Ég bjó líka í London á árunum 1999 til 2006. Þá kom ég heim og fór í kennaranám í Listaháskólanum. Ég flutti svo aftur út og fór í meistaranám í kennslufræðum tónlistar með sálfræðiívafi. Síðan ég lauk því þá hef ég unnið sem tónlistarkennari í skóla fyrir unglinga sem hafa lent í útistöðum í lífinu." Samhliða kennslu vinnur Elíza við lagasmíðar fyrir aðra en hún skrifaði nýverið undir höfundarréttarsamning við Wixen music og má þess geta að lag hennar I Wonder mun hljóma í ástralska þættinum Winners and Losers. Spurð hvort hún stefni á að flytja aftur heim til Íslands segir Elíza að hún væri mjög til í það. "Ég er voðalega íslensk í mér og væri mjög til í að flytja heim ef ég fengi tækifæri til þess." Elíza leikur lög af plötunni á Melodica Acoustic Festival-hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík næstu helgi. "Það er mjög gott að leika lögin fyrir aðra þegar platan er svona langt komin í vinnslu, það myndast viss orka þegar leikið er fyrir áheyrendur sem hjálpar mér að taka lokaákvarðanir um útgáfur laganna sem ég held að ég ætli að halda sem einföldustum." Gísli Kristjánsson tónlistarmaður og upptökustjóri leikur með henni en upplýsingar um tónleikatíma má fá á síðunni Melodicafestival.org.sigridur@frettabladid.is Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Elíza Newman leggur þessa dagana lokahönd á sína þriðju sólóplötu sem kemur út á Íslandi í haust. Elíza syngur á íslensku á plötunni en það er í fyrsta sinn síðan hún var í Kolrössu krókríðandi sem hún gefur út plötu með íslenskum textum. Heimþrá til Íslands var kveikjan að því að hún fór að syngja á íslensku á nýjan leik. "Ég komst ekki heim til Íslands í fyrra og fékk mikla heimþrá. Til að svala henni fór ég að lesa Laxness og íslensk ljóð. Daginn sem ég fór að blaða í Íslensku ljóðasafni sem ég erfði eftir móður mína samdi ég tíu lög held ég við ljóð íslenskra skálda og raunar munu þrjú þeirra rata á plötuna," segir Elíza sem meðal annars flutti lag sitt við ljóðið Heimþrá eftir Jóhann Sigurjónsson á tónleikum á Eyrarbakka síðustu helgi við góðar undirtektir. "Ljóðin komu mér af stað í því að syngja á íslensku aftur og í kjölfarið fór ég að semja á íslensku í fyrsta sinn í mörg ár, fann tungumálið aftur ef svo má segja." Fyrsta lagið af plötunni er þegar komið í spilun, það heitir Stjörnuryk og hefur notið töluverðra vinsælda í sumar. Þess má svo geta að Elíza stefnir á að ensk útgáfa plötunnar komi út í byrjun næsta árs. Elíza er búsett í London, en hún flutti þangað árið 2009. "Ég bjó líka í London á árunum 1999 til 2006. Þá kom ég heim og fór í kennaranám í Listaháskólanum. Ég flutti svo aftur út og fór í meistaranám í kennslufræðum tónlistar með sálfræðiívafi. Síðan ég lauk því þá hef ég unnið sem tónlistarkennari í skóla fyrir unglinga sem hafa lent í útistöðum í lífinu." Samhliða kennslu vinnur Elíza við lagasmíðar fyrir aðra en hún skrifaði nýverið undir höfundarréttarsamning við Wixen music og má þess geta að lag hennar I Wonder mun hljóma í ástralska þættinum Winners and Losers. Spurð hvort hún stefni á að flytja aftur heim til Íslands segir Elíza að hún væri mjög til í það. "Ég er voðalega íslensk í mér og væri mjög til í að flytja heim ef ég fengi tækifæri til þess." Elíza leikur lög af plötunni á Melodica Acoustic Festival-hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík næstu helgi. "Það er mjög gott að leika lögin fyrir aðra þegar platan er svona langt komin í vinnslu, það myndast viss orka þegar leikið er fyrir áheyrendur sem hjálpar mér að taka lokaákvarðanir um útgáfur laganna sem ég held að ég ætli að halda sem einföldustum." Gísli Kristjánsson tónlistarmaður og upptökustjóri leikur með henni en upplýsingar um tónleikatíma má fá á síðunni Melodicafestival.org.sigridur@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp