Mennirnir tveir sem eru í haldi vegna hvarfs Sigridar Schjetne, norsku stúlkunnar sem fannst látin á mánudag eftir að hafa verið saknað í rúman mánuð, neita báðir sök og segjast báðir hafa fjarvistasannanir.
Annar þeirra, 64 ára karlmaður, segist samkvæmt heimildum Dagbladet í Noregi, hafa verið að keyra út dagblöð frá prentsmiðjum í Osló út í bæi í kring alla nóttina sem Sigrid hvarf, og hinn maðurinn sem er 37 ára segist hafa verið annars staðar á landinu. Þeir voru báðir handteknir sama dag og lík Sigridar fannst en sem fyrr segir neita þeir báðir að eiga nokkurn þátt í dauða hennar.
Norska lögreglan hélt blaðamannafund vegna málsins í gær og ætlar að halda annan í dag. Á meðal þess sem hefur komið fram um málið er lík Sigridar var vafið inn í plastdúk þegar það fannst og að lögreglunni grunar að hún hafi látist mjög skömmu eftir að hún hvarf, jafnvel nokkrum klukkutímum síðar.
Sigrid er annað barnabarnið á rúmu ári sem afi hennar missir. Sá heir John Erling Schjetne, en Anders Breivik skaut sonarson hans til bana í Útey í fyrra.
