Vald vaðalsmanna Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 4. september 2012 09:20 Fyrirtæki nokkurt hér í bæ hefur mælt væntingarvísitölu Íslendinga um nokkra hríð. Hún á að sýna hversu mikil bjartsýni einkennir þjóðina og gott ef sama könnun er ekki gerð í fleiri löndum þannig að alþjóðlegur samanburður náist. Ofurtrú ýmissa á hvers kyns skoðanakönnunum er reyndar slík að hún hefur litað pólitískan málflutning meira en góðu hófi gegnir. Um þessa könnun er hins vegar ekkert nema gott að segja, hún mælir hverjar væntingar við höfum til framtíðarinnar. Það hefur enda verið talið órækt merki þess að hlutirnir mjakist eilítið fram á við að þessi blessaða vísitala hefur aukist. Um þessar mundir í fyrra, í október nánar tiltekið, bar hins vegar svo við að vísitalan féll og þjóðin hafði allt í einu mun verri væntingar til framtíðarinnar en mánuðina á undan. Yfirlega leiddi í fyrstu ekkert í ljós sem gæti skýrt þessa svartsýni þjóðarinnar, en eftir að færasta fólkið í þessu fagi hafði rýnt og greint um hríð var svarið aðeins eitt; Alþingi var að hefjast. Þjóðin var með öðrum orðum tiltölulega bjartsýn á lífið og tilveruna miðað við efni og aðstæður. Áföll og harðindi höfðu vissulega sett mark sitt á hana, en svo virtist sem landsmenn tryðu því að landið væri nú loks að rísa. Þar til þing kom saman að nýju. Þá dró úr væntingunum, svartsýnin jókst. Íslendingar trúðu því síður að framtíðin væri björt. Þetta er umhugsunarefni, ekki síst þar sem þing hefst að nýju um miðjan mánuðinn. Ábyrgð kjörinna fulltrúa þjóðarinnar er mikil og þeirra er að sýna að þeir standi undir henni. Sýna að fyrir þeim sé seta á Alþingi ekki ávísun á málfundarbrögð og klæki, heldur heiðarleg vinnubrögð með heill þjóðarinnar í huga. Gamall kjaftaskur eins og ég getur nefnilega upplýst þingmenn um að vermirinn af meintum rökfræðisigri er skammgóður. Haldi einhverjir þeirra að upp til þeirra sé litið vegna þrástöðu í pontu eða flóknum tengingum við óskyld mál er það blekking. Það getur vel veitt stundarsælu að finnast maður leggja andstæðing sinn á rökfræðilegu ipponi, en mikið ristir það grunnt í hinu stóra samhengi hlutanna. Slíkt vaggar aðeins vaðalsmönnum. Heiðarleiki, réttsýni og hreinskiptni vekja hins vegar virðingu. Svo einfalt er það nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Fyrirtæki nokkurt hér í bæ hefur mælt væntingarvísitölu Íslendinga um nokkra hríð. Hún á að sýna hversu mikil bjartsýni einkennir þjóðina og gott ef sama könnun er ekki gerð í fleiri löndum þannig að alþjóðlegur samanburður náist. Ofurtrú ýmissa á hvers kyns skoðanakönnunum er reyndar slík að hún hefur litað pólitískan málflutning meira en góðu hófi gegnir. Um þessa könnun er hins vegar ekkert nema gott að segja, hún mælir hverjar væntingar við höfum til framtíðarinnar. Það hefur enda verið talið órækt merki þess að hlutirnir mjakist eilítið fram á við að þessi blessaða vísitala hefur aukist. Um þessar mundir í fyrra, í október nánar tiltekið, bar hins vegar svo við að vísitalan féll og þjóðin hafði allt í einu mun verri væntingar til framtíðarinnar en mánuðina á undan. Yfirlega leiddi í fyrstu ekkert í ljós sem gæti skýrt þessa svartsýni þjóðarinnar, en eftir að færasta fólkið í þessu fagi hafði rýnt og greint um hríð var svarið aðeins eitt; Alþingi var að hefjast. Þjóðin var með öðrum orðum tiltölulega bjartsýn á lífið og tilveruna miðað við efni og aðstæður. Áföll og harðindi höfðu vissulega sett mark sitt á hana, en svo virtist sem landsmenn tryðu því að landið væri nú loks að rísa. Þar til þing kom saman að nýju. Þá dró úr væntingunum, svartsýnin jókst. Íslendingar trúðu því síður að framtíðin væri björt. Þetta er umhugsunarefni, ekki síst þar sem þing hefst að nýju um miðjan mánuðinn. Ábyrgð kjörinna fulltrúa þjóðarinnar er mikil og þeirra er að sýna að þeir standi undir henni. Sýna að fyrir þeim sé seta á Alþingi ekki ávísun á málfundarbrögð og klæki, heldur heiðarleg vinnubrögð með heill þjóðarinnar í huga. Gamall kjaftaskur eins og ég getur nefnilega upplýst þingmenn um að vermirinn af meintum rökfræðisigri er skammgóður. Haldi einhverjir þeirra að upp til þeirra sé litið vegna þrástöðu í pontu eða flóknum tengingum við óskyld mál er það blekking. Það getur vel veitt stundarsælu að finnast maður leggja andstæðing sinn á rökfræðilegu ipponi, en mikið ristir það grunnt í hinu stóra samhengi hlutanna. Slíkt vaggar aðeins vaðalsmönnum. Heiðarleiki, réttsýni og hreinskiptni vekja hins vegar virðingu. Svo einfalt er það nú.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun