Reynir á ráðherrann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. september 2012 09:01 Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín"ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafnræði með atvinnugreinunum. "Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma," sagði Steingrímur. "Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi." Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlumaður og talsmaður "sinnar" atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgarblaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för." Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á matvörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann. Ólafur Stephensen Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín"ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafnræði með atvinnugreinunum. "Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma," sagði Steingrímur. "Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi." Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlumaður og talsmaður "sinnar" atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgarblaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för." Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á matvörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann.
Ólafur Stephensen Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira