Körfubolti

Vinna strákarnir fyrsta sigurinn í Höllinni í fjögur ár?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Valli
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni klukkan 15.45 í dag. Íslenska liðið vann 81-75 sigur í fyrri leik þjóðanna í Slóvakíu og því eiga strákarnir góða möguleika á því að landa sínum fyrsta heimasigri í dag.

Jón Arnór Stefánsson skoraði 28 stig í fyrri leiknum og íslenska liðið þarf stórleik frá honum og framlag frá fleirum ætli strákarnir að koma til baka eftir skellinn út í Serbíu.

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum á móti Serbíu, Ísrael og Eistlandi en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á aðeins 19 dögum.

Það er óhætt að segja að körfuboltaáhugamenn séu búnir að bíða lengi eftir sigri körfuboltalandsliðsins í Höllinni því síðasti heimasigurinn vannst í Smáranum 2008.

Íslenska karlalandsliðið hefur ekki unnið leik í Höllinni í fjögur ár eða síðan liðið vann 77-71 sigur á Dönum 10. september 2008. Sex leikmenn liðsins í dag tóku þátt í þeim leik en það eru þeir: Jakob Örn Sigurðarson (8 stig á móti Dönum), Helgi Már Magnússon (12), Hlynur Bæringsson (6), Logi Gunnarsson (12), Sigurður Gunnar Þorsteinsson (2) og Jón Arnór Stefánsson (14).

Síðustu átta leikir Íslands í Laugardalshöllinni:

27. ágúst 2012 67-86 tap á móti Eistlandi

21. ágúst 2012 83-110 tap á móti Ísrael

14. ágúst 2012 78-91 tap á móti Serbíu

17. september 2008 66-80 tap á móti Svartfjallalandi

10. september 2008 77-71 sigur á Danmörku

5. september 2007 91-77 sigur á Austurríki

29. ágúst 2007 76-75 sigur á Georgíu

6. september 2006 86-93 tap fyrir Finnlandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×