Prufur fyrir sjónvarpsþáttinn Dans Dans Dans fóru fram í Hörpu um helgina.
Fjölmargir vongóðir dansarar létu ljós sitt skína enda til mikils að vinna. Sigurvegari Dans Dans Dans hlýtur 1,5 milljón í sinn hlut, annað sætið fær 600 þúsund krónur og það þriðja 300 þúsund krónur í verðlaun.
Kíktu á myndasafnið hér
Dans Dans Dans hóf fyrst göngu sína á RÚV í fyrra og var einn vinsælasti sjónvarpsþáttur síðasta árs á Íslandi.
Sem fyrr eru dómararnir þau Katrín Hall, Karen Björk Björgvinsdóttir og Gunnar Helgason en umsjónarmaður þáttanna er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Facebook-síða Dans Dans Dans
