Körfubolti

NBA ætlar að sekta fyrir leikaraskap

Leikmenn komast ekki lengur upp með að henda sér í gólfið.
Leikmenn komast ekki lengur upp með að henda sér í gólfið.
Leikaraskapur er fyrir löngu síðan orðið stórt vandamál í íþróttum mörgum til mikillar mæðu. Það sem verra er þá hafa stóru íþróttagreinarnar ekki gert neitt í því til að koma í veg fyrir leikaraskapinn. Svindlurum er ekki refsað.

Á því er þó að verða breyting. NBA-deildin ætlar nefnilega að stíga skrefið til fulls og fara að sekta svindlara sem eru með leikaraskap á vellinum.

Þessi umræða komst í hámæli í NBA-deildinni síðasta vetur þegar leikmenn voru ítrekað að kasta sér í gólfið þrátt fyrir litla sem enga snertingu. Það var að gera margan áhugamanninn brjálaðan.

Yfirmenn NBA-deildarinnar hafa mikið pælt í því hvernig best sé að losna við vandamálið. Niðurstaðan er sú að leyfa skoðun á myndböndum eftir leik og dæma menn í sektir ef leikaraskapurinn er augljós.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×