Körfubolti

Keflavík og Snæfell geta orðið Lengjubikarmeistarar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukakonur unnu Lengjubikarinn í fyrra.
Haukakonur unnu Lengjubikarinn í fyrra. Mynd/Valli
Í kvöld verður spilað um fyrsta bikar vetrarins í kvennakörfunni þegar Keflavík tekur á móti Snæfelli í úrslitaleik Lengjubikarsins en spilað er í Toyota-höll þeirra Keflvíkinga. Þrjú lið sóttu um að halda úrslitaleikinn og ákvað stjórn KKÍ að fela Keflavík umsjónina með leiknum. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Keflavík og Snæfell unnu bæði alla fjóra leiki sína í riðlinum og bæði lið voru búinn að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum fyrir lokaleikinn. Keflavík skildi eftir KR, Njarðvík, Grindavík og Stjörnuna í sínum riðli en Snæfell hafði betur gegn Val, Haukum, Fjölni og Hamar.

Þetta er í ellefta skipti í þrettán ára sögu Fyrirtækjabikars kvenna sem Keflavíkurkonur komast í úrslitaleikinn en þær hafa unnið þennan bikar alls sex sinnum. Snæfell er aftur á móti að spila sinn fyrsta úrslitaleik í Fyrirtækjabikarnum og getur ennfremur unnið fyrsta titil kvennaliðs félagsins í kvöld.

Fyrirtækjabikarmeistarar kvenna frá upphafi:

2000 KR

2001 Grindavík

2002 Keflavík

2003 Keflavík

2004 Keflavík

2005 Haukar

2006 Haukar

2007 Keflavík

2008 Keflavík

2009 KR

2010 Keflavík

2011 Haukar

2012 Keflavík eða Snæfell




Fleiri fréttir

Sjá meira


×