Schumacher refsað fyrir árekstur Birgir Þór Harðarson skrifar 23. september 2012 20:23 Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag. Schumacher sagðist gruna að bilun í bremsunum hafi ollið því að hann hafi ekið aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne. Fréttaskýrendur og aðrir sem greint hafa atvikið af sjónvarpskjánum bentu á að atvikið væri furðulegt og varla við Schumacher að sakast. "Ég byrjaði að bremsa áður en ég kom að bremsupunktinum," sagði Schumacher eftir mótið í dag. "Bíllinn vildi ekki hægja á sér. Það er ekki eins og ég hafi byrjað að bremsa of seint." Ef myndbandsupptökur eru skoðaðar af atvikinu sést að vinstra framhjól Mercedes-bílsins læsist á undan hægra framhjólinu. Það er gegn allri eðlisfræði sem liggur að baki því að hljólin læsist þegar bremsað er. Í þessu tilviki er verið að bremsa fyrir hægri beygju og því ætti hægra framhjólið að læsast fyrr, ef eitthvað á að læsast yfir höfuð. Bæði framhjólin eru svo læst í örskamma stund áður en áreksturinn verður og Schumacher aðeins farþegi og getur ekkert gert. Úrskurður dómaranna í Singapúr gildir og því mun Schumacher færast aftur um tíu sæti á ráslínu í Japan óháð því hversu fljótur hann er í tímatökunni. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag. Schumacher sagðist gruna að bilun í bremsunum hafi ollið því að hann hafi ekið aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne. Fréttaskýrendur og aðrir sem greint hafa atvikið af sjónvarpskjánum bentu á að atvikið væri furðulegt og varla við Schumacher að sakast. "Ég byrjaði að bremsa áður en ég kom að bremsupunktinum," sagði Schumacher eftir mótið í dag. "Bíllinn vildi ekki hægja á sér. Það er ekki eins og ég hafi byrjað að bremsa of seint." Ef myndbandsupptökur eru skoðaðar af atvikinu sést að vinstra framhjól Mercedes-bílsins læsist á undan hægra framhjólinu. Það er gegn allri eðlisfræði sem liggur að baki því að hljólin læsist þegar bremsað er. Í þessu tilviki er verið að bremsa fyrir hægri beygju og því ætti hægra framhjólið að læsast fyrr, ef eitthvað á að læsast yfir höfuð. Bæði framhjólin eru svo læst í örskamma stund áður en áreksturinn verður og Schumacher aðeins farþegi og getur ekkert gert. Úrskurður dómaranna í Singapúr gildir og því mun Schumacher færast aftur um tíu sæti á ráslínu í Japan óháð því hversu fljótur hann er í tímatökunni. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira