Körfubolti

Annar titill til Snæfells

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alda Leif Jónsdóttir og Hildur Sigurðardóttir eftir sigur Snæfells í Lengjubikarnum.
Alda Leif Jónsdóttir og Hildur Sigurðardóttir eftir sigur Snæfells í Lengjubikarnum. Mynd/ÓskarÓ
Snæfell er meistari meistaranna í körfuboltakvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Meistarakeppni KKÍ í kvöld, 84-60.

Snæfell byrjaði betur en Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 58-46 og náðu Íslandsmeistararnir að minnka muninn enn í þriðja leikhluta.

En þá setti Snæfellsliðið í fluggír og rúllaði yfir Njarðvík með því að skora 24 stig gegn níu í fjórða leikhluta.

Kieraah Marlow skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Hildur Björg Kjartansdóttir var með nítján stig. Lele Hardy var stigahæst hjá Njarðvík með 21 stig og fjórtán fráköst.

Snæfell varð Lengjubikarmeistari kvenna fyrr í vikunni með sigri á Keflavík í úrslitaleik, 78-72.

Njarðvík-Snæfell 60-84 (17-29, 19-19, 15-12, 9-24)

Njarðvík: Lele Hardy 21/14 fráköst, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 13/6 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 5, Aníta Carter Kristmundsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 3, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Sara Dögg Margeirsdóttir 2.

Snæfell: Kieraah Marlow 24/10 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 19/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 14, Alda Leif Jónsdóttir 10/4 fráköst, Hildur Sigurdardottir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Rósa Indriðadóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/9 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×