Fótbolti

Manchester United og Real Madrid selja flestar treyjur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin Van Persie ætti að auka við treyjusöluna hjá Manchester United á þessu tímabili.
Robin Van Persie ætti að auka við treyjusöluna hjá Manchester United á þessu tímabili. Mynd/AFP
Enska félagið Manchester United og spænska félagið Real Madrid eru þau tvö félög sem selja flestar fótboltatreyjur í heimunum. Bæði félögin hafa selt 1,4 milljón treyjur að meðaltali á tímabili undanfarin fimm ár.

Barcelona er síðan þriðja félagið sem nær því að selja yfir milljón treyjur á tímabili en Börsungar seldu 1,15 milljónir treyja að meðaltali frá 2007-08 til 2011-12.

Þrjú önnur ensk félög eru einnig inn á topp tíu listanum en það eru Chelsea, Liverpool og Arsenal en ítölsku félögin Juventus, Inter og AC Milan eru einnig meðal tíu mestu treyjusalana ásamt þýska liðinu Bayern München.

Öll félögin inn á þessum topp tíu lista eru annaðhvort í Adidas eða Nike en báðir íþróttavöruframleiðendurnir eiga fimm lið á listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×