Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2012 12:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær. „Úkraína er með mjög sterkt lið og við undirbúum okkur fyrir tvo mjög erfiða leiki. Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við. Þær halda boltanum mjög vel innan liðsins, eru vel spilandi og tæknilega góðar. Það hafa verið að ná svipuðum úrslitum og við undanfarin ár og liggja á svipuðum stað og við á styrkleikalistanum. Þetta verða tveir jafnir leikir," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslensku stelpurnar komust á síðasta EM með því að slá Írland út í tveimur umspilsleikjum. „Mér finnst þetta vera betra lið en þær spila öðruvísi fótbolta og það er spurning hvernig það hentar okkur. Áður hefur okkur gengið frekar illa með lið sem eru góð að halda boltanum innan liðsins en vonandi verður það ekki núna," sagði Sigurður Ragnar. „Við höfum misstigið okkur eins og Úkraína í sínum riðli. Við misstigum okkur gegn Belgíu og það er dýrt þegar maður hugsar til baka. Svona er fótboltinn, við verðum bara að reyna að læra af því og mæta ennþá betri til leiks í þessa tvo leiki," sagði Sigurður Ragnar. „Það er betra stand á Margréti Láru sem er að spila alla leiki og skora mörk. Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Einu meiðslin sem ég hef áhyggjur af eru þau hjá Katrínu Ómarsdóttur sem er með smá tognun á kálfa. Vonandi verður hún búin að ná sér því hún hefur spilað feikivel fyrir okkur í síðustu leikjum," sagði Sigurður Ragnar. „Ég held að jafntefli í fyrri leiknum yrðu mjög góð úrslit fyrir okkur og ef við næðum að skora þá væri það mjög jákvætt því mark á útivelli getur talið mjög mikið í þessu," sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær. „Úkraína er með mjög sterkt lið og við undirbúum okkur fyrir tvo mjög erfiða leiki. Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við. Þær halda boltanum mjög vel innan liðsins, eru vel spilandi og tæknilega góðar. Það hafa verið að ná svipuðum úrslitum og við undanfarin ár og liggja á svipuðum stað og við á styrkleikalistanum. Þetta verða tveir jafnir leikir," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslensku stelpurnar komust á síðasta EM með því að slá Írland út í tveimur umspilsleikjum. „Mér finnst þetta vera betra lið en þær spila öðruvísi fótbolta og það er spurning hvernig það hentar okkur. Áður hefur okkur gengið frekar illa með lið sem eru góð að halda boltanum innan liðsins en vonandi verður það ekki núna," sagði Sigurður Ragnar. „Við höfum misstigið okkur eins og Úkraína í sínum riðli. Við misstigum okkur gegn Belgíu og það er dýrt þegar maður hugsar til baka. Svona er fótboltinn, við verðum bara að reyna að læra af því og mæta ennþá betri til leiks í þessa tvo leiki," sagði Sigurður Ragnar. „Það er betra stand á Margréti Láru sem er að spila alla leiki og skora mörk. Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Einu meiðslin sem ég hef áhyggjur af eru þau hjá Katrínu Ómarsdóttur sem er með smá tognun á kálfa. Vonandi verður hún búin að ná sér því hún hefur spilað feikivel fyrir okkur í síðustu leikjum," sagði Sigurður Ragnar. „Ég held að jafntefli í fyrri leiknum yrðu mjög góð úrslit fyrir okkur og ef við næðum að skora þá væri það mjög jákvætt því mark á útivelli getur talið mjög mikið í þessu," sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn