Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 20-26 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mosfellsbæ skrifar 6. október 2012 15:30 Örn Ingi Bjarkason, leikmaður Aftureldingar. Valur vann sanngjarnan sex marka sigur á Aftureldingu 26-20 í uppgjöri botnliða N1 deildar karla í handbolta í dag. Valsmenn voru baráttuglaðir á sama tíma og Mosfellingar virkuðu ragir og hræddir og því aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Afturelding skoraði fyrsta markið og var inni í leiknum fyrstu 17 mínúturnar. Bæði lið léku fínan varnarleik og aðeins munaði einu mark en Valur var jafnan á undan að skora. Afturelding skoraði aðeins tvö mörk síðustu 13 mínútur fyrri hálfleiks og Valur fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8. Valsmenn gáfu eftir í seinni hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum og voru staðráðir í að gera það ekki í dag. Valur skoraði sjö mörk gegn tveimur á fyrstu 13 mínútum seinni hálfleiks og náðu tíu marka forystu 20-10. Ætla má að Valsmenn hafi haldið að þetta væri búið því þá hrundi leikur gestanna gjörsamlega. Liðið skoraði aðeins tvö mörk næstu tíu mínúturnar, bæði eftir sóknarfrákast. Valur skoraði í raun þrjú mörk í röð eftir sóknarfrákast en þau ásamt frábærri markvörslu Hlyns Morthens í markinu urðu til þess að Afturelding næði ekki að minnka muninn enn frekar og gera leikinn spennandi. Valur hélt sex til sjö marka forystu út leikinn og vann að lokum öruggan 26-20 sigur. Valur er þar með komið með tvö stig líkt og ÍR og Fram en Afturelding situr eftir á botninum án stiga. Hlynur: Keyrðum yfir fríska Aftureldingargutta„Þetta var gríðarlegur baráttuleikur. Þetta var ekki glæsilegur handbolti, bara barátta út í eitt og við gerðum það sem þurftu til að vinna," sagði Hlynur Morthens markvörður Vals sem varði á þriðja tug skota í leiknum, mörg hver úr dauðafærum. „Seinni hálfleikarnir í síðustu tveimur leikjum hafa verið lélegir. Menn eru alveg í formi en við tókum annan vinkil á þetta í síðustu viku og keyrðum upp tempóið og það sást, við keyrðum yfir gríðarlega fríska Aftureldingargutta. Þá erum við í góðu formi. „Við ætluðum ekki að falla á sama bragðinu og skíta á okkur í upphafi seinni hálfleiks. Þannig að menn komu heldur betur grimmir til leiks og við náðum að slökkva í þeim. Þeir voru orðnir hálf hræddir við okkur í restina en svo slaka menn ósjálfrátt á eftir að við komumst tíu mörkum yfir. „Ég er í markinu til að verja og hinir til að berjast fyrir framan mig. Ég er gríðarlega ánægður," sagði Hlynur að lokum. Reynir: Erum mikið betri en þetta„Þetta var mjög lélegur leikur. Við vorum langt frá okkar besta hér í dag og mjög kaldir allir sem einn,“ sagði Reynir Þór Reynisson þjálfari Aftureldingar í leikslok. „Við vorum ískaldir frá fyrstu mínútu. Við vorum ragir og pínu hræddir. Spennustigið var ekki gott. Við vildum hafa það kórrétt en við vorum yfir spenntir. „Við settum leikinn ekki upp sem úrslitaleik. Við ætluðum að finna ýmis atriði í okkar leik. Við ætluðum að fara baráttuglaðir og rólegir og einbeittum okkur lítið að úrslitunum. Okkur tókst ekki nógu vel til. „Varnarfráköstin og dauðafærin fóru með þetta og svo vorum við í vandræðum sóknarlega allan tímann og fengum á okkur mikið af hraðaupphlaupum. Þegar við náðum að stilla upp þá skiluðum við varnarnleiknum ágætlega en það vantaði allt tempó. Við litum mjög illa út sóknarlega. „Það er enginn skjálfti kominn í okkar lið. Við erum miklu betri en þetta og það er það sem er mest svekkjandi, við erum mikið betri en þetta og höldum ótrauðir áfram. Við verðum að ná spennustiginu réttu, það hefur ekki tekist en um leið og það kemur þá erum við góðir,“ sagði Reynir. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Valur vann sanngjarnan sex marka sigur á Aftureldingu 26-20 í uppgjöri botnliða N1 deildar karla í handbolta í dag. Valsmenn voru baráttuglaðir á sama tíma og Mosfellingar virkuðu ragir og hræddir og því aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Afturelding skoraði fyrsta markið og var inni í leiknum fyrstu 17 mínúturnar. Bæði lið léku fínan varnarleik og aðeins munaði einu mark en Valur var jafnan á undan að skora. Afturelding skoraði aðeins tvö mörk síðustu 13 mínútur fyrri hálfleiks og Valur fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8. Valsmenn gáfu eftir í seinni hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum og voru staðráðir í að gera það ekki í dag. Valur skoraði sjö mörk gegn tveimur á fyrstu 13 mínútum seinni hálfleiks og náðu tíu marka forystu 20-10. Ætla má að Valsmenn hafi haldið að þetta væri búið því þá hrundi leikur gestanna gjörsamlega. Liðið skoraði aðeins tvö mörk næstu tíu mínúturnar, bæði eftir sóknarfrákast. Valur skoraði í raun þrjú mörk í röð eftir sóknarfrákast en þau ásamt frábærri markvörslu Hlyns Morthens í markinu urðu til þess að Afturelding næði ekki að minnka muninn enn frekar og gera leikinn spennandi. Valur hélt sex til sjö marka forystu út leikinn og vann að lokum öruggan 26-20 sigur. Valur er þar með komið með tvö stig líkt og ÍR og Fram en Afturelding situr eftir á botninum án stiga. Hlynur: Keyrðum yfir fríska Aftureldingargutta„Þetta var gríðarlegur baráttuleikur. Þetta var ekki glæsilegur handbolti, bara barátta út í eitt og við gerðum það sem þurftu til að vinna," sagði Hlynur Morthens markvörður Vals sem varði á þriðja tug skota í leiknum, mörg hver úr dauðafærum. „Seinni hálfleikarnir í síðustu tveimur leikjum hafa verið lélegir. Menn eru alveg í formi en við tókum annan vinkil á þetta í síðustu viku og keyrðum upp tempóið og það sást, við keyrðum yfir gríðarlega fríska Aftureldingargutta. Þá erum við í góðu formi. „Við ætluðum ekki að falla á sama bragðinu og skíta á okkur í upphafi seinni hálfleiks. Þannig að menn komu heldur betur grimmir til leiks og við náðum að slökkva í þeim. Þeir voru orðnir hálf hræddir við okkur í restina en svo slaka menn ósjálfrátt á eftir að við komumst tíu mörkum yfir. „Ég er í markinu til að verja og hinir til að berjast fyrir framan mig. Ég er gríðarlega ánægður," sagði Hlynur að lokum. Reynir: Erum mikið betri en þetta„Þetta var mjög lélegur leikur. Við vorum langt frá okkar besta hér í dag og mjög kaldir allir sem einn,“ sagði Reynir Þór Reynisson þjálfari Aftureldingar í leikslok. „Við vorum ískaldir frá fyrstu mínútu. Við vorum ragir og pínu hræddir. Spennustigið var ekki gott. Við vildum hafa það kórrétt en við vorum yfir spenntir. „Við settum leikinn ekki upp sem úrslitaleik. Við ætluðum að finna ýmis atriði í okkar leik. Við ætluðum að fara baráttuglaðir og rólegir og einbeittum okkur lítið að úrslitunum. Okkur tókst ekki nógu vel til. „Varnarfráköstin og dauðafærin fóru með þetta og svo vorum við í vandræðum sóknarlega allan tímann og fengum á okkur mikið af hraðaupphlaupum. Þegar við náðum að stilla upp þá skiluðum við varnarnleiknum ágætlega en það vantaði allt tempó. Við litum mjög illa út sóknarlega. „Það er enginn skjálfti kominn í okkar lið. Við erum miklu betri en þetta og það er það sem er mest svekkjandi, við erum mikið betri en þetta og höldum ótrauðir áfram. Við verðum að ná spennustiginu réttu, það hefur ekki tekist en um leið og það kemur þá erum við góðir,“ sagði Reynir.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira