Semur texta fyrir synina 3. október 2012 10:10 Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt," segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrrnefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tónlistans. "Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarinsson og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frumsamið efni," segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. "Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það." Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. "Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið áramótaskaup þar ásamt Jónasi Jónassyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin áramótaskaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram." Einar Georg er íslenskukennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? "Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna," segir hann og hlær við. "En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið einbeitt mér að því að yrkja í hana." Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistargáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. "Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu." fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt," segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrrnefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tónlistans. "Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarinsson og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frumsamið efni," segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. "Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það." Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. "Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið áramótaskaup þar ásamt Jónasi Jónassyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin áramótaskaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram." Einar Georg er íslenskukennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? "Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna," segir hann og hlær við. "En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið einbeitt mér að því að yrkja í hana." Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistargáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. "Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu." fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira