Forráðamenn NBA-deildarinnar eru orðnir leiðir á þeim seinkunum sem oft verða á leikjum á meðan leikmenn liðanna fara í gegnum allskyns hjátrúarfullar hefðir á leið sinni inn á völlinn. Handabönd, "brjóstkassabömp" og aðrir skrautlegir stælar leikmanna eru að mati David Stern farnar að ganga of langt og taka of langan tíma.
LeBron James má samt enn bjóða ritaraborðinu upp á kalk-sturtu og Kevin Garnett má enn slá á bringu sér og ná nokkrum sekúndum í andlegri íhugun við undirstöður körfunnar en það sem er breytt að allir leikmenn þurfa nú að virða þau tímamörk sem eru í gildi.
Nú verður 90 sekúndna klukka sett upp um leið og liðin hafa verið kynnt til leiks og dómarar leikjanna munu gefa liðunum merki um að það séu 30 sekúndur í uppkast.
Ef liðin verða ekki mætt út á völl og tilbúinn að spila þegar 90 sekúndurnar eru liðnar þá fær liðið viðvörun og önnur slík viðvörun kostar liðið tæknivillu. Þetta er ekki ný regla heldur áherslubreyting samkvæmt tilkynningu á heimasíðu NBA-deildarinnar.
Stern orðinn þreyttur á stælum og seinkunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti


Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið
Enski boltinn
