Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 23-28 Birgir H. Stefánsson skrifar 18. október 2012 12:28 Mynd/Vilhelm Afturelding vann sinn fyrsta sigur í N1-deild karla í kvöld. Liðið gerði sér þá lítið fyrir og lagði Akureyri fyrir norðan. Afturelding var stigalaust eftir fyrstu fjóra leikina en þessi sterki sigur hlýtur að gefa liðinu byr undir báða vængi. Eftir nokkuð jafna byrjun á fyrri hálfleiknum voru það gestirnir úr Mosfellsbænum sem tóku það að sér að leiða leikinn. Sóknarleikur heimamanna var hægur og hálf vandræðalegur og gestirnir voru fljótir að refsa fyrir öll mistök með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Á 22. mínútu tók Reynir Þór Reynisson leikhlé en það virkaði heldur betur ekki eins og hann ætlaði sér því að leikmenn Aftureldingar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu átta mínútum leiksins. Á sama tíma fór leikgleðin að láta sjá sig hjá heimamönnum sem gengu á lagið og náðu að jafna fyrir leikhlé eftir að hafa verið mest fimm mörkum undir. Það var helst innkoma tveggja manna sem kom Akureyri aftur inn í leikinn en Bergvin Þór Gíslason kom inn með kraft í sóknarleik liðsins á meðan Stefán „Uxi“ Guðnason kom í markið og hreinlega lokaði því en hann endaði fyrri hálfleikinn með 75% markvörslu. Það var svo allt annað í boði í upphafi síðar hálfleiks en þá voru það gestirnir úr Mosfellsbænum sem mættu alveg dýrvitlausir til leiks. Davíð Svansson fór á kostum í markinu með þétta vörn fyrir framan sig á meðan sóknarleikur Akureyrar var hægur og hugmyndasnauður. Gestirnir voru fljótir að ná taki á leiknum og því slepptu þeir aldrei og enduðu á því að vinna nokkuð öruggann fimm marka sigur og þar með næla sér í sín fyrstu stig í N1 deild karla þetta tímabilið.Davíð Svansson: Losnaði við um fimm hundruð kíló „Þvílík veisla,“ sagði Davíð Svansson markmaður Aftureldingar kátur eftir leik með haldapoka af góðgæti sem hann fékk fyrir það að vera valinn maður leiksins en hann varði vel yfir tuttugu bolta. „Ég held að ég hafi losað svona um fimm hundruð kíló af öxlunum á mér, alveg allavega. Við þurftum svo á þessu að halda, hefðu mekki viljað fara í gegnum fyrstu umferðina án stiga, það er ekki gott. Að klára þetta hér fyrir norðan gerir þetta auðvitað ennþá sætara.“ Leikmenn Aftureldingar mættu heldur betur tilbúnir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu strax forskoti sem þeir svo héldu út leikinn. „Já, ég vil segja svona erum við bara en við höfum ekki verið að sýna það ennþá en vonandi er þetta bara byrjunin. Liðsheildin hér í dag og baráttugleðin var bara alveg til fyrirmyndar. Okkur finnst gaman að vera saman og það er góður mórall í hópnum. Það komu fyrstu stigin hér í dag og vonandi verða þau mun fleiri.“ Reynir Þór Reynisson: Sigurinn hefði getað verið stærri „Frábær leikur hér í kvöld og loksins sýnum við hvað í okkur býr,“ sagði Reynir Þór Reynisson mjög brosmildur strax eftir leik. „Þetta er svo gott fyrir hópinn og strákana sem eru búnir að leggja svo mikið á sig. Að ná loksins þessum sigri og það ekki á lakari útivelli en hérna á Akureyri, gríðarlega sterkur útivöllur þannig að ég bara get ekki verið sáttari. Eftir erfiða byrjun hefðu einhverjir haldið að leikmenn Aftureldingar hefðu reynst nokkuð auðveld bráð fyrir heimamenn en annað kom svo á daginn. „Við hefðum getað fengið eitthvað út úr þessum tveimur fyrstu leikjum hjá okkur þó að við höfum líklegast átt lítið skilið úr þessum tveim síðustu. Það er svolítið eins og það séu hlekkir farnir af okkur núna og þá náum við því loksins að njóta þess að vera til og spila handbolta, þá erum við nokkuð góðir. Þetta var bara sigur liðsheildarinnar í kvöld, það eru allir sem spila vel. Varnarleikurinn var frábær, sóknarleikurinn mjög góður og þegar mest á reyndi þá bara stigum við upp og bættum í. Sigurinn hefði getað verið stærri ef eitthvað er. Við sýndum okkar rétt andlit í kvöld og stefnan er sett á að halda því áfram.“ Heimir Örn Árnason: Ætlum að svara fyrir þetta eins fljótt og við getum „Við vorum að reyna að undirbúa okkur í takt við það að þetta væri deild þar sem allir gætu unnið alla,“ sagði Heimir Örn þungur á brún eftir leik. „Svo falla menn bara í þá frægu gryfju að halda að þeir séu betri en þeir eru í raun og veru, allir sem einn. Akureyringar í raun náðu sér aldrei á strik í þessum leik fyrir utan um átta mínútur undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var í raun bara ömurlegt frá A til Ö. Sókn, vörn og þá sérstaklega hlaup til baka sem var bara eiginlega skammarlegt hjá öllum. Vandræðaleg frammistaða fyrir framan fullt af fólki. Þetta var bara hræðilegt, eftir langan feril þá var þetta ein lélegasta frammistaðan á heimavelli í mörg ár. Þetta var nánast ófyrirgefanlegt en við ætlum að vona að fólk fyrirgefi okkur og við ætlum að reyna að bæta upp fyrir þetta eins fljótt og við getum.“ Olís-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Afturelding vann sinn fyrsta sigur í N1-deild karla í kvöld. Liðið gerði sér þá lítið fyrir og lagði Akureyri fyrir norðan. Afturelding var stigalaust eftir fyrstu fjóra leikina en þessi sterki sigur hlýtur að gefa liðinu byr undir báða vængi. Eftir nokkuð jafna byrjun á fyrri hálfleiknum voru það gestirnir úr Mosfellsbænum sem tóku það að sér að leiða leikinn. Sóknarleikur heimamanna var hægur og hálf vandræðalegur og gestirnir voru fljótir að refsa fyrir öll mistök með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Á 22. mínútu tók Reynir Þór Reynisson leikhlé en það virkaði heldur betur ekki eins og hann ætlaði sér því að leikmenn Aftureldingar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu átta mínútum leiksins. Á sama tíma fór leikgleðin að láta sjá sig hjá heimamönnum sem gengu á lagið og náðu að jafna fyrir leikhlé eftir að hafa verið mest fimm mörkum undir. Það var helst innkoma tveggja manna sem kom Akureyri aftur inn í leikinn en Bergvin Þór Gíslason kom inn með kraft í sóknarleik liðsins á meðan Stefán „Uxi“ Guðnason kom í markið og hreinlega lokaði því en hann endaði fyrri hálfleikinn með 75% markvörslu. Það var svo allt annað í boði í upphafi síðar hálfleiks en þá voru það gestirnir úr Mosfellsbænum sem mættu alveg dýrvitlausir til leiks. Davíð Svansson fór á kostum í markinu með þétta vörn fyrir framan sig á meðan sóknarleikur Akureyrar var hægur og hugmyndasnauður. Gestirnir voru fljótir að ná taki á leiknum og því slepptu þeir aldrei og enduðu á því að vinna nokkuð öruggann fimm marka sigur og þar með næla sér í sín fyrstu stig í N1 deild karla þetta tímabilið.Davíð Svansson: Losnaði við um fimm hundruð kíló „Þvílík veisla,“ sagði Davíð Svansson markmaður Aftureldingar kátur eftir leik með haldapoka af góðgæti sem hann fékk fyrir það að vera valinn maður leiksins en hann varði vel yfir tuttugu bolta. „Ég held að ég hafi losað svona um fimm hundruð kíló af öxlunum á mér, alveg allavega. Við þurftum svo á þessu að halda, hefðu mekki viljað fara í gegnum fyrstu umferðina án stiga, það er ekki gott. Að klára þetta hér fyrir norðan gerir þetta auðvitað ennþá sætara.“ Leikmenn Aftureldingar mættu heldur betur tilbúnir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu strax forskoti sem þeir svo héldu út leikinn. „Já, ég vil segja svona erum við bara en við höfum ekki verið að sýna það ennþá en vonandi er þetta bara byrjunin. Liðsheildin hér í dag og baráttugleðin var bara alveg til fyrirmyndar. Okkur finnst gaman að vera saman og það er góður mórall í hópnum. Það komu fyrstu stigin hér í dag og vonandi verða þau mun fleiri.“ Reynir Þór Reynisson: Sigurinn hefði getað verið stærri „Frábær leikur hér í kvöld og loksins sýnum við hvað í okkur býr,“ sagði Reynir Þór Reynisson mjög brosmildur strax eftir leik. „Þetta er svo gott fyrir hópinn og strákana sem eru búnir að leggja svo mikið á sig. Að ná loksins þessum sigri og það ekki á lakari útivelli en hérna á Akureyri, gríðarlega sterkur útivöllur þannig að ég bara get ekki verið sáttari. Eftir erfiða byrjun hefðu einhverjir haldið að leikmenn Aftureldingar hefðu reynst nokkuð auðveld bráð fyrir heimamenn en annað kom svo á daginn. „Við hefðum getað fengið eitthvað út úr þessum tveimur fyrstu leikjum hjá okkur þó að við höfum líklegast átt lítið skilið úr þessum tveim síðustu. Það er svolítið eins og það séu hlekkir farnir af okkur núna og þá náum við því loksins að njóta þess að vera til og spila handbolta, þá erum við nokkuð góðir. Þetta var bara sigur liðsheildarinnar í kvöld, það eru allir sem spila vel. Varnarleikurinn var frábær, sóknarleikurinn mjög góður og þegar mest á reyndi þá bara stigum við upp og bættum í. Sigurinn hefði getað verið stærri ef eitthvað er. Við sýndum okkar rétt andlit í kvöld og stefnan er sett á að halda því áfram.“ Heimir Örn Árnason: Ætlum að svara fyrir þetta eins fljótt og við getum „Við vorum að reyna að undirbúa okkur í takt við það að þetta væri deild þar sem allir gætu unnið alla,“ sagði Heimir Örn þungur á brún eftir leik. „Svo falla menn bara í þá frægu gryfju að halda að þeir séu betri en þeir eru í raun og veru, allir sem einn. Akureyringar í raun náðu sér aldrei á strik í þessum leik fyrir utan um átta mínútur undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var í raun bara ömurlegt frá A til Ö. Sókn, vörn og þá sérstaklega hlaup til baka sem var bara eiginlega skammarlegt hjá öllum. Vandræðaleg frammistaða fyrir framan fullt af fólki. Þetta var bara hræðilegt, eftir langan feril þá var þetta ein lélegasta frammistaðan á heimavelli í mörg ár. Þetta var nánast ófyrirgefanlegt en við ætlum að vona að fólk fyrirgefi okkur og við ætlum að reyna að bæta upp fyrir þetta eins fljótt og við getum.“
Olís-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti