Heimsótti heimili goðsins 16. október 2012 11:03 Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan. Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur. Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér. Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994. Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það. Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic. - fb Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan. Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur. Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér. Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994. Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það. Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic. - fb
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“