Lengjubikar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum en þetta er í 17. sinn sem Fyrirtækjabikar karla er spilaður og fer hann nú fram með sama fyrirkomulagi og síðasta vetur. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.
KKÍ segir frá því að þrír af fjórum leikjum kvöldsins verði sýndir í beinni útsendingu á heimasíðum viðkomandi félaga en allir verða þeir í beinni tölfræðilýsingu á KKÍ-síðunni.
Leikir kvölsins í Lengjubikar karla:
KFÍ - Hamar (í beinni á http://www.kfitv.is/live/)
Tindastóll - Fjölnir (í beinni á http://wms.vodafone.is/tindastoll)
Haukar - Grindavík (í beinni á http://tv.haukar.is/)
Skallagrímur - Keflavík
Í Lengjubikar karla eru sextán lið. Öll tólf liðin úr Dominos-deild karla og fjögur lið úr 1. deild karla. Liðunum er skipt niður í fjóra riðla, eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki. Leikin er tvöföld umferð. Efsta lið hvers riðils fer í undanúrslit eða Final Four.
Riðlarnir eru þannig:
A-riðill
1. Grindavík
2. Keflavík
3. Skallagrímur
4. Haukar
B-riðill
1. KR
2. Snæfell
3. KFÍ
4. Hamar
C-riðill
1. Stjarnan
2. Tindastóll
3. Fjölnir
4. Breiðablik
D-riðill
1. Þór Þorlákshöfn
2. Njarðvík
3. ÍR
4. Valur
Lengjubikar karla af stað - þrír leikir sýndir á netinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
