Körfubolti

Sigrar hjá íslensku strákunum í danska körfuboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason sést hér í miðjunni.
Axel Kárason sést hér í miðjunni. Mynd/Anton
Íslendingaliðin BC Aarhus og Værlose unnu bæði leiki sína í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. BC Aarhus átti frábæran endasprett í sigri á Randers á heimavelli en Værloese vann sigur í framlengingu á útivelli.

Guðni Valentínusson skoraði 11 stig í 97-90 heimsigri BC Aarhus á Randers Cimbria af 2010 en Árósarliðið vann lokaleikhlutann 26-15. Arnar Freyr Jónsson var með 6 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á 28 mínútum. Guðni spilaði í 25 mínútur og var einnig með 4 fráköst og 2 stoðsendingar en hann hefur ekki skorað meira í leik á tímabilinu.

Axel Kárason var með 13 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar í 83-77 sigri Værloese í framlengdum leik í Álaborg. Axel spilaði í tæpar 38 mínútur í leiknum og 7 af 12 fráköstum hans voru sóknarfráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×