Þórsarar lögðu ÍR-inga í framlengdum leik | Myndir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2012 23:21 Myndir / Valgarður Gíslason Þór frá Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í 2. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölurnar urðu 92-95 en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81. Bæði lið máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð og ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Jafnt var 22-22 að loknum fyrsta leikhluta en í hálfleik leiddu gestirnir með þremur stigum 42-45. Gestirnir náðu mest níu stiga forystu í síðari hálfleik 42-51 en þá sóttu Breiðhyltingar í sig veðrið. Þeir skoruðu átján stig gegn sjö og leiddu með tveimur stigum, 60-58 að loknum þriðja leikhluta. Allt var á suðupunkti í fjórða leikhluta. Gestirnir höfðu þriggja stiga forskot þegar Eric James Palm jafnaði metin með þriggja stiga körfu tólf sekúndum fyrir leikslok. Robert Diggs brást bogalistin á hinum endanum og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni komust ÍR-inga yfir 92-91 með þriggja stiga körfu Nemanja Sovic 27 sekúndum fyrir lok framlengingar. Góð nýting gestanna á vítalínunni í takt við klaufaskap heimamanna í sókninni sáu til þess að gestirnir tryggðu sér þriggja stiga sigur 95-92. Robert Diggs fór mikinn í liði gestanna og skoraði 18 stig auk þess að taka 13 fráköst. Benjamin Curtis var stigahæstur með 22 stig Guðmundur Jónsson skoraði 16 stig. Hjá heimamönnum átti Nemanja Sovic stórleik. Hann skoraði 28 stig en tók auk þess 10 fráköst. Þá hitti hann einkar vel hvort sem var fyrir innan eða utan þriggja stiga línuna eða af vítalínunni. Eric James Palm var einnig atkvæðamikill með 29 stig.ÍR-Þór Þ. 92-95 (22-22, 20-23, 18-13, 21-23, 11-14)ÍR: Eric James Palm 29/5 fráköst, Nemanja Sovic 28/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/5 fráköst, D'Andre Jordan Williams 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 8/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 2/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1/5 fráköst.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Diggs 18/13 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16, Darrell Flake 12/13 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 8. Stöðuna í Domino's-deildinni má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Þór frá Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í 2. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölurnar urðu 92-95 en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81. Bæði lið máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð og ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Jafnt var 22-22 að loknum fyrsta leikhluta en í hálfleik leiddu gestirnir með þremur stigum 42-45. Gestirnir náðu mest níu stiga forystu í síðari hálfleik 42-51 en þá sóttu Breiðhyltingar í sig veðrið. Þeir skoruðu átján stig gegn sjö og leiddu með tveimur stigum, 60-58 að loknum þriðja leikhluta. Allt var á suðupunkti í fjórða leikhluta. Gestirnir höfðu þriggja stiga forskot þegar Eric James Palm jafnaði metin með þriggja stiga körfu tólf sekúndum fyrir leikslok. Robert Diggs brást bogalistin á hinum endanum og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni komust ÍR-inga yfir 92-91 með þriggja stiga körfu Nemanja Sovic 27 sekúndum fyrir lok framlengingar. Góð nýting gestanna á vítalínunni í takt við klaufaskap heimamanna í sókninni sáu til þess að gestirnir tryggðu sér þriggja stiga sigur 95-92. Robert Diggs fór mikinn í liði gestanna og skoraði 18 stig auk þess að taka 13 fráköst. Benjamin Curtis var stigahæstur með 22 stig Guðmundur Jónsson skoraði 16 stig. Hjá heimamönnum átti Nemanja Sovic stórleik. Hann skoraði 28 stig en tók auk þess 10 fráköst. Þá hitti hann einkar vel hvort sem var fyrir innan eða utan þriggja stiga línuna eða af vítalínunni. Eric James Palm var einnig atkvæðamikill með 29 stig.ÍR-Þór Þ. 92-95 (22-22, 20-23, 18-13, 21-23, 11-14)ÍR: Eric James Palm 29/5 fráköst, Nemanja Sovic 28/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/5 fráköst, D'Andre Jordan Williams 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 8/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 2/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1/5 fráköst.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Diggs 18/13 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16, Darrell Flake 12/13 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 8. Stöðuna í Domino's-deildinni má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira