Gríðarlega góð stemning var á lokakvöldæfingu fyrir minningartónleika Ellýjar Vilhjálms sem fram fara annað kvöld í Laugardalshöllinni sem verður breytt í tímavél þar sem gestir munu eiga kost á því að hverfa aftur til 7. áratugarins eina kvöldstund. Eins og sjá má á myndunum var fjör á æfingunni.
Söngkonurnar Ellen Kristjánsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir slá á létta strengi.
Söngkonan Andrea Gylfadóttir.
Sigga, Diddú, Kristjana og Ragga verða í Laugardalshöllinni annað kvöld.