Stelpurnar okkar fengu viðurkenningu og tóku lagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 14:47 Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Tilefnið er myndband sem stelpurnar í landsliðinu gerðu til að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar eineltis. Myndbandið var við lag sem Katrín Ómarsdóttir samdi en lagið sungu þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir og tóku þær tvær síðarnefndu við viðurkenningunni í dag fyrir hönd kvennalandsliðsins. Þá hélt Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, ávarp við athöfnina.Hugmyndin af þessu framtaki stelpnanna kemur frá Katrínu og útskýrir kveikjuna af þessari hugmynd á eftirfarandi hátt: "Í tilefni eineltisdagsins langar mig að nota tækifærið og útskýra hvers vegna íslenska kvennalandsliðið ákvað að gera myndband sem sett var á youtube undir nafninu „Fögnum fjölbreytileikanum". Það hafa komið margar spurningar um hvaðan hugmyndin er komin og af hverju við ákváðum að láta okkur þetta varða. Eftirfarandi texti útskýrir afhverju. Hugmyndin að framtakinu kemur frá þessari færslu á facebook frá stelpu á Egilsstöðum: "Þó ég sé feit, ljót og strákaleg hvað á ég að gera í þessu? Ég á allavega ekki að vera lögð í einelti vegna þess að einelti lagar ekkert. Sorry ákvað að koma þessu hingað en ef ykkur finnst þetta asnalegt þá má ykkur finnast það mér er alveg sama. :´( Plízz hættiði að leggja mig í einelti er komin með nóg. :´(" Það er sama hvaða stöðu manneskjan gegnir í samfélaginu þá hefur hún ákveðna ábyrgð—ábyrgð til að láta gott af sér leiða. Því áhrifameiri stöðu sem manneskjan gegnir því meiri samfélagsábyrgð þarf hún að sýna. Sem partur af íslenska kvennalandsliðinu, hópur af flottum konum og fyrirmyndum á Íslandi, fannst mér við geta haft jákvæð áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Allar stelpurnar tóku vel í hugmyndina og úr varð myndbandið. Það er frábært að það skuli vera dagur til að vekja athygli á einelti, en munum líka að baráttan á sér stað alla daga. Fögnum fjölbreytileikanum alltaf." Fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Katrín Ómarsdóttir Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Tilefnið er myndband sem stelpurnar í landsliðinu gerðu til að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar eineltis. Myndbandið var við lag sem Katrín Ómarsdóttir samdi en lagið sungu þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir og tóku þær tvær síðarnefndu við viðurkenningunni í dag fyrir hönd kvennalandsliðsins. Þá hélt Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, ávarp við athöfnina.Hugmyndin af þessu framtaki stelpnanna kemur frá Katrínu og útskýrir kveikjuna af þessari hugmynd á eftirfarandi hátt: "Í tilefni eineltisdagsins langar mig að nota tækifærið og útskýra hvers vegna íslenska kvennalandsliðið ákvað að gera myndband sem sett var á youtube undir nafninu „Fögnum fjölbreytileikanum". Það hafa komið margar spurningar um hvaðan hugmyndin er komin og af hverju við ákváðum að láta okkur þetta varða. Eftirfarandi texti útskýrir afhverju. Hugmyndin að framtakinu kemur frá þessari færslu á facebook frá stelpu á Egilsstöðum: "Þó ég sé feit, ljót og strákaleg hvað á ég að gera í þessu? Ég á allavega ekki að vera lögð í einelti vegna þess að einelti lagar ekkert. Sorry ákvað að koma þessu hingað en ef ykkur finnst þetta asnalegt þá má ykkur finnast það mér er alveg sama. :´( Plízz hættiði að leggja mig í einelti er komin með nóg. :´(" Það er sama hvaða stöðu manneskjan gegnir í samfélaginu þá hefur hún ákveðna ábyrgð—ábyrgð til að láta gott af sér leiða. Því áhrifameiri stöðu sem manneskjan gegnir því meiri samfélagsábyrgð þarf hún að sýna. Sem partur af íslenska kvennalandsliðinu, hópur af flottum konum og fyrirmyndum á Íslandi, fannst mér við geta haft jákvæð áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Allar stelpurnar tóku vel í hugmyndina og úr varð myndbandið. Það er frábært að það skuli vera dagur til að vekja athygli á einelti, en munum líka að baráttan á sér stað alla daga. Fögnum fjölbreytileikanum alltaf." Fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Katrín Ómarsdóttir
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira