Körfubolti

Jón Arnór og félagar enduðu taphrinuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Stefán
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza unnu langþráðan sigur í spænska körfuboltanum í dag þegar liðið fór illa með Blusens Monbus á heimavelli. Zaragoza var með örugga forystu frá upphafi leiks og vann á endanum með 18 stigum, 76-58.

CAI Zaragoza vann tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu en var síðan búið að tapa þremur leikjum í röð og hafði fyrir vikið dottið niður í neðri hluta deildarinnar. Blusens Monbus var aftur á móti í 4. sætinu fyrir leikinn með fjóra sigra í fimm leikjum.

Jón Arnór skoraði sex stig í fyrri hálfleik en CAI Zaragoza var komið 19 stigum yfir í hálfleik, 46-27. Jón Arnór lék í tæpar 24 mínútur og var með 9 stig, 2 stoðsendingar og 1 stolinn bolta en hann hitti úr 3 af 6 skotum sínum utan af velli og tveimur af þremur vítum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×