Siarre Evans tryggði Haukum eins stigs sigur á nýliðum Grindavíkur á vítalínunni þegar liðin mættust í eina leik dagsins í Dominosdeild kvenna í körfubolta. Haukar unnu leikinn 79-78, enduðu með því fjögurra leikja taphrinu og komust upp úr botnsæti deildarinnar.
Siarre Evans fékk tvö víti í blálokin í stöðunni 78-78. Hún klikkaði á fyrra vítinu en setti það síðara niður og tryggði Haukaliðinu sigurinn.
Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti mjög góðan leik í liði Hauka en hún var með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Crystal Smith (22 stig/7 fráköst/8 stoðsendingar) og Petrúnella Skúladóttir (21 stig/8 fráköst/3 varin skot) voru allt í öllu hjá Grindavík sem hafði unnið sinn fyrsta leik í leiknum á undan.
Haukar voru 40-38 yfir í hálfleik en Grindavíkurkonur skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleik og náðu mest níu stiga forystu, 51-42. Haukaliðið svarði með tíu stigum í röð og var síðan skrefinu á undan á æsispennandi lokamínútum.
Grindavík-Haukar 78-79 (18-22, 20-18, 21-18, 19-21)
Grindavík: Crystal Smith 22/7 fráköst/8 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 21/8 fráköst/3 varin skot, Berglind Anna Magnúsdóttir 16, Helga Rut Hallgrímsdóttir 12/10 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 5, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/7 fráköst..
Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Siarre Evans 16/15 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/6 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 2.
Dramatískur Haukasigur í Grindavík
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti



Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn