HK-konur komust upp að hlið FH í 4. til 5. sæti N1 deildar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Gróttu, 23-19, á Seltjarnarnesi í kvöld. HK-konur náðu þarna að rífa sig upp eftir stórt tap á móti Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn.
Jóna Sigríður Halldórsdóttir skoraði átta mörk fyrir HK-liðið sem fékk verðuga mótspyrnu hjá Gróttustelpum en Gróttu-liðið ætlar sér að vera í baráttunni um sætin inn í úrslitakeppnina.
HK er eftir leikinn með tólf stig eins og FH en Grótta er áfram með sjö stig í sjöunda sæti deildarinnar. Sex efstu liðin komast í úrslitakeppnina.
Grótta - HK 19-23 (10-10)
Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Guðríður Ósk Jónsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Tinna Laxdal Gautadóttir 1, Elín Helga Jónsdóttir 1, Lovísa Rós Jóhannsdóttir 1, Þórunn Friðriksdóttir 1.
Mörk HK: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 8, Guðrún Erla Bjarnadóttir 5, Sóley Ívarsdóttir 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Arna Björk Almarsdóttir 2, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1.
HK upp að hlið FH
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn