Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram 16. nóvember 2012 14:29 Vatnsendi. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. Og sagan er flókin, enda 44 ára gömul deila. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða dómsins er sú að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu dómara í dag. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn hefur ekki verið farsæll í héraðsdómum á þessu ári, en í júní síðastliðnum vísaði Héraðsdómur Reykjaness frá tveimur kröfum Þorsteins upp á tæpa sex milljarða króna í máli sem hann höfðaði gegn Kópavogsbæ. Um gríðarlega hagsmuni var að ræða fyrir Kópavogsbæ, en upphaflegar dómkröfur hljóðuðu upp á 6,9 milljarða króna. Þorsteinn stefndi bænum vegna meintra vanefnda í tengslum við byggingarland við Vatnsenda, sem nú hefur komið í ljós að er enn hluti af óskiptu dánarbúi. Bærinn hafði áður greitt Þorsteini 2,2 milljarða króna í reiðufé í eignarnámsbætur þegar bærinn tók land á Vatnsenda eignarnámi, í ljósi þess að hann mátti ekki selja landið. Þorsteinn taldi sig hlunnfarinn og taldi bæinn skulda sér fé vegna vanefnda við gerð aðalskipulags og lóða á svæðinu. Krafði hann bæinn um bætur vegna vanefnda þar sem ekki hafði verið ráðist í undirbúning á svæðinu undir íbúðabyggð eins og stefnt var að þegar hluti jarðar hans var tekinn eignarnámi. Lögmaður Þorsteins, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, segir í samtali við mbl.is, að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag verði áfrýjað. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári og var skattakóngur það ár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. Og sagan er flókin, enda 44 ára gömul deila. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða dómsins er sú að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu dómara í dag. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn hefur ekki verið farsæll í héraðsdómum á þessu ári, en í júní síðastliðnum vísaði Héraðsdómur Reykjaness frá tveimur kröfum Þorsteins upp á tæpa sex milljarða króna í máli sem hann höfðaði gegn Kópavogsbæ. Um gríðarlega hagsmuni var að ræða fyrir Kópavogsbæ, en upphaflegar dómkröfur hljóðuðu upp á 6,9 milljarða króna. Þorsteinn stefndi bænum vegna meintra vanefnda í tengslum við byggingarland við Vatnsenda, sem nú hefur komið í ljós að er enn hluti af óskiptu dánarbúi. Bærinn hafði áður greitt Þorsteini 2,2 milljarða króna í reiðufé í eignarnámsbætur þegar bærinn tók land á Vatnsenda eignarnámi, í ljósi þess að hann mátti ekki selja landið. Þorsteinn taldi sig hlunnfarinn og taldi bæinn skulda sér fé vegna vanefnda við gerð aðalskipulags og lóða á svæðinu. Krafði hann bæinn um bætur vegna vanefnda þar sem ekki hafði verið ráðist í undirbúning á svæðinu undir íbúðabyggð eins og stefnt var að þegar hluti jarðar hans var tekinn eignarnámi. Lögmaður Þorsteins, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, segir í samtali við mbl.is, að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag verði áfrýjað. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári og var skattakóngur það ár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira