Lagerbäck: Betra að Gylfi og Alfreð hvíli núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2012 15:45 Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með sitt sterkasta lið á móti Andorra þegar þjóðirnar mætast í vináttulandsleik í Andorra á morgun. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson hafa dregið sig úr landsliðshópnum og Lars hefur kallað á Jón Daða Böðvarsson og Garðar Jóhannsson í þeirra stað. Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir voru spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna í viðtali á heimasíðu sambandsins.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið af heimsíðu KSÍ: Lars, af hverju er þessi leikur mikilvægur? „Hver einasti landsleikur er mikilvægur, hvort sem það er mótsleikur eða vináttuleikur. Hver einasti dagur sem við erum saman við æfingar og aðra vinnu gefur okkur svo mikið. Það er hægt að fara yfir almenna hluti og kafa ofan í smáatriðin, skoða ákveðin mál ítarlega í þjálfun og taktík. Svo er auðvitað það mikilvægasta í þessu öllu að skapa hugarfar sigurvegarans, reyna að vinna alla leiki, líka vináttuleikina. Hver einasti sigur færir okkur stig á styrkleikalista FIFA, og við þurfum að reyna að fá sem flest stig þar til að ná góðri stöðu áður en dregið verður í riðla fyrir næstu undankeppni EM." Nú hafa orðið breytingar á leikmannahópnum sem var valinn upprunalega, sérstaklega í röðum sóknarmanna. Þetta hlýtur að trufla undirbúning þjálfarateymisins. „Já, mikið rétt, þetta truflar, við viljum auðvitað helst að þeim leikmenn sem eru valdir í upprunalegan hóp komist í verkefnið, en ef það kemur eitthvað upp á og menn komast ekki, þá gerum við bara breytingar og nýir menn fá tækifæri. Það verður til dæmis gott að fá að sjá Jón Daða, sem er mjög efnilegur leikmaður og einn af bestu leikmönnum í Pepsi-deildinni í sumar, afar spennandi. Það eru tækifæri í öllum aðstæðum, ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott. Auðvitað er slæmt að meiddu leikmennirnir séu ekki hér, því það er mikilvægt að allir sem eru valdir mæti í alla leiki. Við viljum skapa sigurlið, með því að vinna líka vináttuleikina." Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason heltust allir úr lestinni. Gauti Laxdal er læknir liðsins og aðspurður um meiðslin hafi hann þetta að segja: „Ragnar er einfaldlega veikur, er með hita og var ekki með sínu liði á sunnudag, þannig að hann getur ekki verið með okkur í þessum leik. Varðandi Alfreð og Gylfa, þá hef ég rætt við læknateymin hjá þeirra félagsliðum og einnig við leikmennina sjálfa. Það er betra fyrir þá að hvílast, því þeir hafa átt við meiðsli að stríða í nokkurn tíma núna og í tilfelli Alfreðs þá versnaði það eftir leikinn í gær. Gylfi hefur fundið fyrir sínum meiðslum áður, í nokkurn tíma, og er ekki alveg heill. Hann hefði getað spilað, en eftir að hafa tætt við læknateymi Tottenham ákváðum við í sameiningu að það væri best fyrir hann og skynsamlegast að vera um kyrrt í London og fá meðferð þar." Við þetta bætti svo Lars: „Það er auðvitað leitt að þetta hafi komið upp, en til lengri tíma litið er betra að leikmenn eins og Gylfi og Alfreð hvíli núna, fái meðferð og nái sér að fullu. Það er betra fyrir íslenska landsliðið til lengri tíma litið. Samt er gott að geta þá gefið öðrum leikmönnum tækifæri, eins og Jóni Daða sem ég nefndi áður, það eru líka tækifæri í þessum vináttuleik, sem er mikilvægur eins og allir leikir." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með sitt sterkasta lið á móti Andorra þegar þjóðirnar mætast í vináttulandsleik í Andorra á morgun. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson hafa dregið sig úr landsliðshópnum og Lars hefur kallað á Jón Daða Böðvarsson og Garðar Jóhannsson í þeirra stað. Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, og Gauti Laxdal læknir voru spurðir út í mikilvægi leiksins og meiðsli leikmanna í viðtali á heimasíðu sambandsins.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið af heimsíðu KSÍ: Lars, af hverju er þessi leikur mikilvægur? „Hver einasti landsleikur er mikilvægur, hvort sem það er mótsleikur eða vináttuleikur. Hver einasti dagur sem við erum saman við æfingar og aðra vinnu gefur okkur svo mikið. Það er hægt að fara yfir almenna hluti og kafa ofan í smáatriðin, skoða ákveðin mál ítarlega í þjálfun og taktík. Svo er auðvitað það mikilvægasta í þessu öllu að skapa hugarfar sigurvegarans, reyna að vinna alla leiki, líka vináttuleikina. Hver einasti sigur færir okkur stig á styrkleikalista FIFA, og við þurfum að reyna að fá sem flest stig þar til að ná góðri stöðu áður en dregið verður í riðla fyrir næstu undankeppni EM." Nú hafa orðið breytingar á leikmannahópnum sem var valinn upprunalega, sérstaklega í röðum sóknarmanna. Þetta hlýtur að trufla undirbúning þjálfarateymisins. „Já, mikið rétt, þetta truflar, við viljum auðvitað helst að þeim leikmenn sem eru valdir í upprunalegan hóp komist í verkefnið, en ef það kemur eitthvað upp á og menn komast ekki, þá gerum við bara breytingar og nýir menn fá tækifæri. Það verður til dæmis gott að fá að sjá Jón Daða, sem er mjög efnilegur leikmaður og einn af bestu leikmönnum í Pepsi-deildinni í sumar, afar spennandi. Það eru tækifæri í öllum aðstæðum, ekkert er svo slæmt að það færi okkur ekkert gott. Auðvitað er slæmt að meiddu leikmennirnir séu ekki hér, því það er mikilvægt að allir sem eru valdir mæti í alla leiki. Við viljum skapa sigurlið, með því að vinna líka vináttuleikina." Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason heltust allir úr lestinni. Gauti Laxdal er læknir liðsins og aðspurður um meiðslin hafi hann þetta að segja: „Ragnar er einfaldlega veikur, er með hita og var ekki með sínu liði á sunnudag, þannig að hann getur ekki verið með okkur í þessum leik. Varðandi Alfreð og Gylfa, þá hef ég rætt við læknateymin hjá þeirra félagsliðum og einnig við leikmennina sjálfa. Það er betra fyrir þá að hvílast, því þeir hafa átt við meiðsli að stríða í nokkurn tíma núna og í tilfelli Alfreðs þá versnaði það eftir leikinn í gær. Gylfi hefur fundið fyrir sínum meiðslum áður, í nokkurn tíma, og er ekki alveg heill. Hann hefði getað spilað, en eftir að hafa tætt við læknateymi Tottenham ákváðum við í sameiningu að það væri best fyrir hann og skynsamlegast að vera um kyrrt í London og fá meðferð þar." Við þetta bætti svo Lars: „Það er auðvitað leitt að þetta hafi komið upp, en til lengri tíma litið er betra að leikmenn eins og Gylfi og Alfreð hvíli núna, fái meðferð og nái sér að fullu. Það er betra fyrir íslenska landsliðið til lengri tíma litið. Samt er gott að geta þá gefið öðrum leikmönnum tækifæri, eins og Jóni Daða sem ég nefndi áður, það eru líka tækifæri í þessum vináttuleik, sem er mikilvægur eins og allir leikir."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann