Daði Bergsson og Adam Örn Arnarson eru á leið til hollenska úrvalsdeildarfélagsins NEC Nijmegen. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður þeirra, staðfesti þetta í viðtali við Vísi.
Báðir voru fastamenn í U-17 liði Íslands sem tók þátt í úrslitakeppni EM í vor. Adam leikur með Breiðabliki en þar kom hann við sögu í einum leik í Pepsi-deildinni í sumar.
Daði hefur spilað með aðalliði Þróttar síðustu tvö árin og kom við sögu í alls nítján leikjum í sumar. Báðir eru á sautjánda aldursári og sömdu til loka tímabilsins 2015.
Þeir munu halda utan síðar í mánuðinum til að fara í læknisskoðun og skrifa undir samninga sína. Þeir flytja svo út skömmu eftir áramót.
NEC Nijmegen kaupir tvo Íslendinga
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn

Svona var þing KKÍ
Körfubolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

