Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, tilkynnti í dag hvaða sextán leikmenn fara á Evrópumeistaramótið í Serbíu sem hefst í næsta mánuði.
Dröfn Haraldsdóttir, markvörður úr FH, er óvænt annar tveggja markvarða Íslands. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er hinn markvörðurinn en hún hefur verið fastamaður í liði Íslands.
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, markvörður úr HK, féll því úr hópnum á síðustu stundu.
Þá er Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni, valin í lokahópin en Birna Berg Haraldsdóttir fer ekki á EM í þetta skiptið.
Ramune Pekarskyte, sem fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári, fer á sitt fyrsta stórmót með landsliðinu og þá fer Rakel Dögg Bragadóttir aftur á stórmót eftir að hafa misst af HM í Brasilíu vegna meiðsla.
Hópurinn:
Markverðir:
Dröfn Haraldsdóttir, FH
Guðný Jenní Ásmundsdóttir, Val
Aðrir leikmenn:
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val
Arna Sif Pálsdóttir, Álaborg
Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Dagný Skúladóttir, Val
Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni
Hildur Þorgeirsdóttir, Blomberg Lippe
Hrafnhildur Skúladóttir, Val
Jóna M. Ragnarsdóttir, Stjörnunni
Karen Knútsdóttir, Blomberg Lippe
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni
Ramune Pekarskyte, Levanger
Stella Sigurðardóttir, Fram
Rut Jónsdóttir, Team Tvis
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Team Tvis
Dröfn óvænt í EM-hópnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
