Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2012 21:41 Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar. Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar.
Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent