Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleik, Hector "Macho" Camacho, var skotinn í andlitið í bíl á dögunum og var fluttur í lífshættu á spítala í heimalandinu Púertó Ríkó.
Þar hefur hann legið milli heims og helju undanfarna daga. Læknar hafa nú úrskurðað hann heiladauðann.
Honum er haldið á lífi og fjölskyldan hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvenær það eigi að slökkva á vélunum sem halda í honum lífi.
Líklegt er að haldið verði lífi í honum næstu tvo daga á meðan fjölskyldumeðlimir kveðja. Svo fær Camacho að fara yfir á næsta tilverustig.
Camacho er heiladauður

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti



Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
