Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleik, Hector "Macho" Camacho, var skotinn í andlitið í bíl á dögunum og var fluttur í lífshættu á spítala í heimalandinu Púertó Ríkó.
Þar hefur hann legið milli heims og helju undanfarna daga. Læknar hafa nú úrskurðað hann heiladauðann.
Honum er haldið á lífi og fjölskyldan hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvenær það eigi að slökkva á vélunum sem halda í honum lífi.
Líklegt er að haldið verði lífi í honum næstu tvo daga á meðan fjölskyldumeðlimir kveðja. Svo fær Camacho að fara yfir á næsta tilverustig.
