Retro Stefson og Ásgeir Trausti tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunna 3. desember 2012 14:00 Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Aðdáendur listamannanna fagna þessum fregnum og eru bjartsýnir fyrir hönd síns fólks. Íslendingar hafa enda fengið verðlaunin í annað af tveimur skiptum sem þau hafa verið veitt. Jónsi sigraði með plötunni Go fyrir tveimur árum. Alls voru fimmtíu listamenn tilnefndir til verðlaunanna í fyrstu nú í ár. Frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norræn dómnefnd valdi tólf listamenn úr þeim hópi í úrslit og komust bæði Retro Stefson með samnefnda plötu sína og Ásgeir Trausti með plötuna Dýrð í dauðaþögn áfram. Tíu aðrar plötur eru tilnefndar til úrslita: Danmörk: Selvhenter með plötuna "Frk. B. Fricka", Choir Of Young Believers með "Rhine Gold ". Noregur: Susanne Sundfør með "The Silicone Veil", Tønes með "Sån av salve" og Lindstrøm með "Smalhans". Finnland: Pää Kii með "Pää Kii", Kerkko Koskinen Kollektiivi með "Kerkko Koskinen Kollektiivi". Svíþjóð: Neneh Cherry & The Thing með "The Cherry Thing", First Aid Kit með "The Lion's Roar" og Anna von Hausswolff með "Ceremony". Nú tekur alþjóðleg dómnefnd við og mun hún útnefna sigurvegarann í desember. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee. Tíu listamenn voru upprunalega tilnefndir frá Íslandi. Auk Retro Stefon og Ásgeirs Trausta voru það Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verðlaunanna. Hákon Noregsprins afhenti Jónsa verðlaunin. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Aðdáendur listamannanna fagna þessum fregnum og eru bjartsýnir fyrir hönd síns fólks. Íslendingar hafa enda fengið verðlaunin í annað af tveimur skiptum sem þau hafa verið veitt. Jónsi sigraði með plötunni Go fyrir tveimur árum. Alls voru fimmtíu listamenn tilnefndir til verðlaunanna í fyrstu nú í ár. Frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norræn dómnefnd valdi tólf listamenn úr þeim hópi í úrslit og komust bæði Retro Stefson með samnefnda plötu sína og Ásgeir Trausti með plötuna Dýrð í dauðaþögn áfram. Tíu aðrar plötur eru tilnefndar til úrslita: Danmörk: Selvhenter með plötuna "Frk. B. Fricka", Choir Of Young Believers með "Rhine Gold ". Noregur: Susanne Sundfør með "The Silicone Veil", Tønes með "Sån av salve" og Lindstrøm með "Smalhans". Finnland: Pää Kii með "Pää Kii", Kerkko Koskinen Kollektiivi með "Kerkko Koskinen Kollektiivi". Svíþjóð: Neneh Cherry & The Thing með "The Cherry Thing", First Aid Kit með "The Lion's Roar" og Anna von Hausswolff með "Ceremony". Nú tekur alþjóðleg dómnefnd við og mun hún útnefna sigurvegarann í desember. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee. Tíu listamenn voru upprunalega tilnefndir frá Íslandi. Auk Retro Stefon og Ásgeirs Trausta voru það Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verðlaunanna. Hákon Noregsprins afhenti Jónsa verðlaunin.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira