Kaymer vann Nedbanks golfmótið í Suður-Afríku Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. desember 2012 14:29 Martin Kaymer spilaði í heild frábært golf. Mynd/Nordic Photos/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann. Mikil spenna var í mótinu þrátt fyrir að Louis Oosthuizen næði sér ekki á strik í loka ráshópnum. Charl Schwartzel setti mikla pressu á Kaymer en þeir voru jafnir þegar níu holur voru óleiknar. Kaymer lagði gruninn að sigrinum á 14. holu þegar hann sló boltanum langt út í skóg í upphafhögginu. Litlu munaði að hann fyndi ekki boltann sem þó kom í leitirnar að lokum. Þaðan sló Kaymer inn á brautina og lagði grunninn að glæsilegum fugli með góðu inn á höggi. Kaymer lék loka hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari líkt og Schwartzel og lauk keppni á alls 8 undir pari. Schwatzel lék einnig á þremur höggum undir pari og lauk leik á 6 höggum undir. Bill Haas hafnaði í þriðja sæti á 3 undir pari og Oosthuizen á 2 undir í fjórða sæti. Lee Westwood hafnaði í fimmta sæti á einum undir pari. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann. Mikil spenna var í mótinu þrátt fyrir að Louis Oosthuizen næði sér ekki á strik í loka ráshópnum. Charl Schwartzel setti mikla pressu á Kaymer en þeir voru jafnir þegar níu holur voru óleiknar. Kaymer lagði gruninn að sigrinum á 14. holu þegar hann sló boltanum langt út í skóg í upphafhögginu. Litlu munaði að hann fyndi ekki boltann sem þó kom í leitirnar að lokum. Þaðan sló Kaymer inn á brautina og lagði grunninn að glæsilegum fugli með góðu inn á höggi. Kaymer lék loka hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari líkt og Schwartzel og lauk keppni á alls 8 undir pari. Schwatzel lék einnig á þremur höggum undir pari og lauk leik á 6 höggum undir. Bill Haas hafnaði í þriðja sæti á 3 undir pari og Oosthuizen á 2 undir í fjórða sæti. Lee Westwood hafnaði í fimmta sæti á einum undir pari.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira