Liðsmaður Kansas City Chiefs myrti unnustu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2012 10:00 Mynd tekin fyrir utan heimili Belcher í gær. Nordicphotos/Getty Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins. Erlendar Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins.
Erlendar Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira