Þjóðverjinn Miroslav Klose tryggði Lazio 1-0 sigur á Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok.
Klose skoraði markið með eftir að hafa fengið stungusendingu frá Stefano Mauri. Klose bætti þá fyrir klúður skömmu áður þar sem hann fékk upplagt færi en missti frá sér boltann.
Internazionale átti möguleika á að minnka forskot Juventus á toppnum í eitt stig með sigri en Juve getur nú aukið forskot sitt í sjö stig með sigri á Atalanta á morgun.
Þetta var tíunda mark hins 34 ára gamla Miroslav Klose í 16 leikjum á tímabilinu en hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann vanta

