Jól á Kleppi Erla Hlynsdóttir skrifar 29. desember 2012 12:46 Vaktin mín byrjaði síðdegis á aðfangadag. Dagvaktin hafði séð um helsta undirbúninginn fyrir jólin, bæði hvað snerti húsakynnin og sjúklingana sjálfa. Deildin var skreytt í hólf og gólf. Marglitir borðar í lofti. Konfekt í skál á stofuborði. Og jólatréð á sínum stað. Öllu þessu fylgdi einhver sérstakur hugblær, einhver andblær sem vakti minningar úr minningasjóði hvers og eins. Vonandi góðar hjá flestum sem þarna voru. Kannski ekki öllum. Lífið er svolítið misjafnt. Lífið fer svolítið misjafnlega með fólk. Og stundum fer fólk líka svolítið misjafnlega með lífið. Þeir sjúklingar sem á annað borð þurftu hvatningu til slíkra hluta höfðu verið hvattir til að fara í bað og þeim hjálpað sem hjálpar voru þurfi. Starfsfólkið á dagvaktinni hafði haft nóg að gera við að lakka neglur og greiða hár. Sjúklingar lánuðu hverjir öðrum ilmvatnsdropa á bak við eyrað eða rakspíravott á nýskafið granstæði. Ættingjar og vinir höfðu komið með spariföt handa sumum. Aðrir fóru í það besta sem þeir höfðu. Sumir fengu lánuð úr óskilamunageymslu spítalans heldur skárri föt en þeir áttu sjálfir. Starfsfólkið á vaktinni sem annars hefði ekki átt jólakvöldið saman á þessum stað hafði útbúið litla jólapakka hvert handa öðru og handa sjúklingunum. Áður hafði hver sjúklingur alltaf fengið ofurlítinn jólapakka frá spítalanum en í sparnaðarskyni var búið að afnema slíkt óþarfa bruðl með fjármuni ríkissjóðs. Sumir sjúklinganna höfðu því ekki lengur neinn fallegan pakka með rauðri slaufu og nafninu sínu á til að opna á aðfangadagskvöld. Það er sorglegt. Innihaldið og dýrleiki gjafarinnar metinn í peningum skiptir litlu máli í samanburði við hugarfarið og hugulsemina sem að baki býr. Sumir sjúklinganna fengu gjafir frá vinum og ættingjum. Aðrir áttu enga vini eða ættingja, að minnsta kosti enga sem skiptu sér af þeim lengur. Einkum þeir sem höfðu verið veikir lengi, alveg sérstaklega þeir sem höfðu verið mikið veikir mjög lengi. Sumu fólki finnast geðsjúkdómar dálítið leiðinlegir og setja blett á fjölskylduna. Ekki síst á stórhátíðum. Sumir sjúklinganna áttu þó vini í hópi fólks sem þeir höfðu áður kynnst á þessari geðdeild eða öðrum. Ekki eru allir sjúklingar lokaðir inni fyrir lífstíð. Sumir ná nokkrum bata, margir ná fullum bata. Þeir skilja kannski betur en hinir sem alltaf hafa verið heilbrigðir, hvað það er að vera veikur. Og hvað það er að verða frískur aftur. Sjúklingarnir opnuðu flestir pakkana sína í einrúmi. Sumum finnst betra að vera einir við slík tækifæri, fara hálfpartinn hjá sér þegar tárin skoppa niður vangana og minningar frá löngu liðnum og nærri gleymdum bernskujólum vakna. Starfsfólkið skiptist þó á að líta til sjúklinganna og gleðjast með þeim og jafnvel gráta með þeim yfir litlu fallegu jólapökkunum. Þeir sem höfðu fengið gjafir að heiman höfðu sumir mikla ánægju af að segja frá þeim sem höfðu sent gjafirnar og jafnvel hvers vegna þeir fengu einmitt þetta. Hér var ekki á ferðinni nein upplýsingaskylda heldur löngun til að blanda geði en fyrst og fremst löngun til að tala um ástvini sína. Við vorum fjögur á vaktinni og það kom í okkar hlut að sjá um borðhaldið og undirbúning þess. Við færðum borðin saman og gerðum úr þeim eitt langborð, settum á það fallegan dúk og brutum saman servíettur eftir kúnstarinnar reglum. Venjulega drukku allir úr hvítum leirföntum en við komum með glös og settum þau á langborðið. Svo kveiktum við á kertum, nokkuð sem annars var aldrei gert á þessum stað og raunar bannað. Aldrei logar á kertum á Kleppi nema á aðfangadagskvöld, því að það er bannað. Við vorum tvær rúmlega tvítugar sem sáum um framreiðsluna á jólakvöldverðinum. Maturinn kom aðsendur í ýmsum ílátum og umbúðum. Forrétturinn var í hvítum snittukassa, niðurskorinn reyktur lax í kuðli ásamt káli og síðan áttu allir að ganga í kassann og fá sér á diskinn sinn. Sósan á laxinn var í litlum plastdollum og til þess ætlast að hver fengi eina dollu. En núna vorum við komnar í hlutverk húsmæðra og okkur fannst að engin húsmóðir með virðingu fyrir sjálfri sér og virðingu fyrir matargestum gæti haft sama hátt við borðhaldið á aðfangadagskvöld og hafður var alla aðra daga. Við sóttum litla diska og skömmtuðum eins snyrtilega og við gátum á hvern disk og bárum á borð fyrir hvern og einn. Hamborgarhrygginn settum við á glerfat og fatið settum við á borð í stað þess að skammta hverjum og einum á diskinn í biðröð eins og venjulega var gert. Eftirrétturinn var frómas með rjóma og við reyndum að búa hann í hendur fólksins eins smekklega og við gátum. Sú er almenn venja við borðhald að allir ljúka forréttinum áður en kemur að aðalréttinum sem allir gera síðan skil áður en eftirréttur er borinn fram. En eins og áður sagði er lífið svolítið misjafnt og sums staðar er það misjafnara en annars staðar. Þarna var fólk með ýmsa sjúkdóma – annars hefði það ekki verið þarna – sjúkdóma á borð við maníu, alvarlegt þunglyndi, mismunandi persónuleikaraskanir og geðklofa. Til dæmis var þarna maður sem átti mjög erfitt með að bíða eftir nokkrum hlut og leið mjög illa ef hann þurfti að bíða. Hann lauk við forréttinn á augabragði og bað um aðalréttinn og var búinn með eftirréttinn í þann mund sem aðrir voru að ljúka forréttinum. Já, það eru ekki allir eins og að minnsta kosti er aðfangadagskvöld á Kleppi varla stund og staður til að halda uppi aga og reglu á sama hátt og í barnaskóla eða bara á venjulegu heimili. Það er enginn í meðferð á aðfangadagskvöld. Og þó – kannski var þetta einmitt meðferð sem skilar betri árangri og betri líðan en ýmislegt sem fræðingarnir boða. Margir af sjúklingunum luku í einlægni lofsorði á matinn þó að stundum hafi ég úti í hinum ytra heimi séð vandaðri og nostursamari matreiðslu en í þetta sinn í þessum litla lokaða heimi, jafnvel þó að ekki væru sjálf jólin. Við borðhaldið voru nokkrir gestir, fólk sem hafði áður dvalist á þessum stað og langaði að koma í heimsókn og gleðjast með gömlum vinum. Það var auðsótt. Sumir þeirra sögðust ekki hafa borðað heitan mat í langan tíma, hvað þá svona góðan mat. Þeir áttu jafnvel ekki orð yfir öllu meðlætinu með kjötinu – sósu, kartöflum og salati. Og allir gátu borðað eins mikið og þeir vildu. Ég hafði aldrei fundið aðra eins gleði við nokkurt borðhald og á þessu aðfangadagskvöldi við Sundin. Að öðru leyti var lítið um samræður af því tagi sem algengast er við sameiginlegt borðhald. Sumir sögðu ekki aukatekið orð þó á þá væri yrt. Sumir létu nægja að segja já eða nei eftir þörfum. Í sumum tilvikum var venjulegum borðsiðun nokkuð ábótavant. En flestir lögðu sig fram eins og þeir framast gátu og það er í rauninni það sem mestu varðar. Vil skiljum eða skynjum það líklega flest, fyrr eða síðar, að það sem máli skiptir er að taka viljann fyrir verkið. Gestirnir utan úr bæ sem áður voru nefndir fóru að tínast inn nokkru áður en borðhaldið hófst. Sumir sem áttu ekki í mörg hús að venda höfðu komið ár eftir ár í jólamatinn á aðfangadagskvöld á Kleppi. Greinilegt var að hver og einn hafði lagt sig fram við að vera sem snyrtilegastur. Og þá, líka, varð stundum að taka viljann fyrir verkið. Einum hafði ekki lánast að hneppa skyrtuna sína rétt. Annar hafði ekki kunnað bindishnút og þess vegna hnýtt á sig bindið með svipuðum hætti og tíðkast með skóreimar. Það var ekki laust við að ónefndir starfsmenn klökknuðu nokkuð innra með sér við að sjá þetta. Þeir sem eru óvanir veisluhöldum og eiga að jafnaði litla hlutdeild í heimsins dýrð eiga stundum í erfiðleikum með litlu hlutina sem flestum finnast svo einfaldir og sjálfsagðir. Það fór margt í gegnum hugann þetta kvöld. Þarna lærði ég líklega meira en í mörgum kennslustundum í skólanum. Meira en ég lærði sitjandi undir mörgum stórgáfulegum fyrirlestum doktora og prófessora. Og þó var ég í námi í sálfræði. Fræðikenningar eru eitt, reynslan er annað. Köld skynsemi er eitt, tilfinningar eru annað. Það er notalegt að eiga jólin í faðmi fjölskyldunnar. Fyrir þann sem á yfirleitt fjölskyldu. Fjölskyldu sem vill yfirleitt eitthvað með hann hafa. En þrátt fyrir það, eða jafnvel einmitt vegna þess, þá mæli ég með því, að fenginni reynslu minni þetta aðfangadagskvöld á Kleppi við Sundin fyrir tíu árum, og annað aðfangadagskvöld á sama stað við sömu aðstæður tveimur árum seinna, að hver og einn verji þó ekki væri nema einu jólakvöldi í hópi þeirra sem minna mega sín. Verji þó ekki væri nema einu jólakvöldi í hópi okkar minnstu bræðra og systra sem auðnast ekki að binda bagga sína, eða hálstau, sömu hnútum og samferðamennirnir. Þá er ekki óhugsandi að við lítum jólahátíðina, gildi hennar og boðskap, nokkuð öðrum augum en áður. Þá er ekki óhugsandi að verðmætamatið breytist. Að áður ókunnar spurningar vakni. Og jafnvel að þeim spurningum verði svarað að einhverju leyti í innstu fylgsnum sálarinnar.Fyrst birt hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Vaktin mín byrjaði síðdegis á aðfangadag. Dagvaktin hafði séð um helsta undirbúninginn fyrir jólin, bæði hvað snerti húsakynnin og sjúklingana sjálfa. Deildin var skreytt í hólf og gólf. Marglitir borðar í lofti. Konfekt í skál á stofuborði. Og jólatréð á sínum stað. Öllu þessu fylgdi einhver sérstakur hugblær, einhver andblær sem vakti minningar úr minningasjóði hvers og eins. Vonandi góðar hjá flestum sem þarna voru. Kannski ekki öllum. Lífið er svolítið misjafnt. Lífið fer svolítið misjafnlega með fólk. Og stundum fer fólk líka svolítið misjafnlega með lífið. Þeir sjúklingar sem á annað borð þurftu hvatningu til slíkra hluta höfðu verið hvattir til að fara í bað og þeim hjálpað sem hjálpar voru þurfi. Starfsfólkið á dagvaktinni hafði haft nóg að gera við að lakka neglur og greiða hár. Sjúklingar lánuðu hverjir öðrum ilmvatnsdropa á bak við eyrað eða rakspíravott á nýskafið granstæði. Ættingjar og vinir höfðu komið með spariföt handa sumum. Aðrir fóru í það besta sem þeir höfðu. Sumir fengu lánuð úr óskilamunageymslu spítalans heldur skárri föt en þeir áttu sjálfir. Starfsfólkið á vaktinni sem annars hefði ekki átt jólakvöldið saman á þessum stað hafði útbúið litla jólapakka hvert handa öðru og handa sjúklingunum. Áður hafði hver sjúklingur alltaf fengið ofurlítinn jólapakka frá spítalanum en í sparnaðarskyni var búið að afnema slíkt óþarfa bruðl með fjármuni ríkissjóðs. Sumir sjúklinganna höfðu því ekki lengur neinn fallegan pakka með rauðri slaufu og nafninu sínu á til að opna á aðfangadagskvöld. Það er sorglegt. Innihaldið og dýrleiki gjafarinnar metinn í peningum skiptir litlu máli í samanburði við hugarfarið og hugulsemina sem að baki býr. Sumir sjúklinganna fengu gjafir frá vinum og ættingjum. Aðrir áttu enga vini eða ættingja, að minnsta kosti enga sem skiptu sér af þeim lengur. Einkum þeir sem höfðu verið veikir lengi, alveg sérstaklega þeir sem höfðu verið mikið veikir mjög lengi. Sumu fólki finnast geðsjúkdómar dálítið leiðinlegir og setja blett á fjölskylduna. Ekki síst á stórhátíðum. Sumir sjúklinganna áttu þó vini í hópi fólks sem þeir höfðu áður kynnst á þessari geðdeild eða öðrum. Ekki eru allir sjúklingar lokaðir inni fyrir lífstíð. Sumir ná nokkrum bata, margir ná fullum bata. Þeir skilja kannski betur en hinir sem alltaf hafa verið heilbrigðir, hvað það er að vera veikur. Og hvað það er að verða frískur aftur. Sjúklingarnir opnuðu flestir pakkana sína í einrúmi. Sumum finnst betra að vera einir við slík tækifæri, fara hálfpartinn hjá sér þegar tárin skoppa niður vangana og minningar frá löngu liðnum og nærri gleymdum bernskujólum vakna. Starfsfólkið skiptist þó á að líta til sjúklinganna og gleðjast með þeim og jafnvel gráta með þeim yfir litlu fallegu jólapökkunum. Þeir sem höfðu fengið gjafir að heiman höfðu sumir mikla ánægju af að segja frá þeim sem höfðu sent gjafirnar og jafnvel hvers vegna þeir fengu einmitt þetta. Hér var ekki á ferðinni nein upplýsingaskylda heldur löngun til að blanda geði en fyrst og fremst löngun til að tala um ástvini sína. Við vorum fjögur á vaktinni og það kom í okkar hlut að sjá um borðhaldið og undirbúning þess. Við færðum borðin saman og gerðum úr þeim eitt langborð, settum á það fallegan dúk og brutum saman servíettur eftir kúnstarinnar reglum. Venjulega drukku allir úr hvítum leirföntum en við komum með glös og settum þau á langborðið. Svo kveiktum við á kertum, nokkuð sem annars var aldrei gert á þessum stað og raunar bannað. Aldrei logar á kertum á Kleppi nema á aðfangadagskvöld, því að það er bannað. Við vorum tvær rúmlega tvítugar sem sáum um framreiðsluna á jólakvöldverðinum. Maturinn kom aðsendur í ýmsum ílátum og umbúðum. Forrétturinn var í hvítum snittukassa, niðurskorinn reyktur lax í kuðli ásamt káli og síðan áttu allir að ganga í kassann og fá sér á diskinn sinn. Sósan á laxinn var í litlum plastdollum og til þess ætlast að hver fengi eina dollu. En núna vorum við komnar í hlutverk húsmæðra og okkur fannst að engin húsmóðir með virðingu fyrir sjálfri sér og virðingu fyrir matargestum gæti haft sama hátt við borðhaldið á aðfangadagskvöld og hafður var alla aðra daga. Við sóttum litla diska og skömmtuðum eins snyrtilega og við gátum á hvern disk og bárum á borð fyrir hvern og einn. Hamborgarhrygginn settum við á glerfat og fatið settum við á borð í stað þess að skammta hverjum og einum á diskinn í biðröð eins og venjulega var gert. Eftirrétturinn var frómas með rjóma og við reyndum að búa hann í hendur fólksins eins smekklega og við gátum. Sú er almenn venja við borðhald að allir ljúka forréttinum áður en kemur að aðalréttinum sem allir gera síðan skil áður en eftirréttur er borinn fram. En eins og áður sagði er lífið svolítið misjafnt og sums staðar er það misjafnara en annars staðar. Þarna var fólk með ýmsa sjúkdóma – annars hefði það ekki verið þarna – sjúkdóma á borð við maníu, alvarlegt þunglyndi, mismunandi persónuleikaraskanir og geðklofa. Til dæmis var þarna maður sem átti mjög erfitt með að bíða eftir nokkrum hlut og leið mjög illa ef hann þurfti að bíða. Hann lauk við forréttinn á augabragði og bað um aðalréttinn og var búinn með eftirréttinn í þann mund sem aðrir voru að ljúka forréttinum. Já, það eru ekki allir eins og að minnsta kosti er aðfangadagskvöld á Kleppi varla stund og staður til að halda uppi aga og reglu á sama hátt og í barnaskóla eða bara á venjulegu heimili. Það er enginn í meðferð á aðfangadagskvöld. Og þó – kannski var þetta einmitt meðferð sem skilar betri árangri og betri líðan en ýmislegt sem fræðingarnir boða. Margir af sjúklingunum luku í einlægni lofsorði á matinn þó að stundum hafi ég úti í hinum ytra heimi séð vandaðri og nostursamari matreiðslu en í þetta sinn í þessum litla lokaða heimi, jafnvel þó að ekki væru sjálf jólin. Við borðhaldið voru nokkrir gestir, fólk sem hafði áður dvalist á þessum stað og langaði að koma í heimsókn og gleðjast með gömlum vinum. Það var auðsótt. Sumir þeirra sögðust ekki hafa borðað heitan mat í langan tíma, hvað þá svona góðan mat. Þeir áttu jafnvel ekki orð yfir öllu meðlætinu með kjötinu – sósu, kartöflum og salati. Og allir gátu borðað eins mikið og þeir vildu. Ég hafði aldrei fundið aðra eins gleði við nokkurt borðhald og á þessu aðfangadagskvöldi við Sundin. Að öðru leyti var lítið um samræður af því tagi sem algengast er við sameiginlegt borðhald. Sumir sögðu ekki aukatekið orð þó á þá væri yrt. Sumir létu nægja að segja já eða nei eftir þörfum. Í sumum tilvikum var venjulegum borðsiðun nokkuð ábótavant. En flestir lögðu sig fram eins og þeir framast gátu og það er í rauninni það sem mestu varðar. Vil skiljum eða skynjum það líklega flest, fyrr eða síðar, að það sem máli skiptir er að taka viljann fyrir verkið. Gestirnir utan úr bæ sem áður voru nefndir fóru að tínast inn nokkru áður en borðhaldið hófst. Sumir sem áttu ekki í mörg hús að venda höfðu komið ár eftir ár í jólamatinn á aðfangadagskvöld á Kleppi. Greinilegt var að hver og einn hafði lagt sig fram við að vera sem snyrtilegastur. Og þá, líka, varð stundum að taka viljann fyrir verkið. Einum hafði ekki lánast að hneppa skyrtuna sína rétt. Annar hafði ekki kunnað bindishnút og þess vegna hnýtt á sig bindið með svipuðum hætti og tíðkast með skóreimar. Það var ekki laust við að ónefndir starfsmenn klökknuðu nokkuð innra með sér við að sjá þetta. Þeir sem eru óvanir veisluhöldum og eiga að jafnaði litla hlutdeild í heimsins dýrð eiga stundum í erfiðleikum með litlu hlutina sem flestum finnast svo einfaldir og sjálfsagðir. Það fór margt í gegnum hugann þetta kvöld. Þarna lærði ég líklega meira en í mörgum kennslustundum í skólanum. Meira en ég lærði sitjandi undir mörgum stórgáfulegum fyrirlestum doktora og prófessora. Og þó var ég í námi í sálfræði. Fræðikenningar eru eitt, reynslan er annað. Köld skynsemi er eitt, tilfinningar eru annað. Það er notalegt að eiga jólin í faðmi fjölskyldunnar. Fyrir þann sem á yfirleitt fjölskyldu. Fjölskyldu sem vill yfirleitt eitthvað með hann hafa. En þrátt fyrir það, eða jafnvel einmitt vegna þess, þá mæli ég með því, að fenginni reynslu minni þetta aðfangadagskvöld á Kleppi við Sundin fyrir tíu árum, og annað aðfangadagskvöld á sama stað við sömu aðstæður tveimur árum seinna, að hver og einn verji þó ekki væri nema einu jólakvöldi í hópi þeirra sem minna mega sín. Verji þó ekki væri nema einu jólakvöldi í hópi okkar minnstu bræðra og systra sem auðnast ekki að binda bagga sína, eða hálstau, sömu hnútum og samferðamennirnir. Þá er ekki óhugsandi að við lítum jólahátíðina, gildi hennar og boðskap, nokkuð öðrum augum en áður. Þá er ekki óhugsandi að verðmætamatið breytist. Að áður ókunnar spurningar vakni. Og jafnvel að þeim spurningum verði svarað að einhverju leyti í innstu fylgsnum sálarinnar.Fyrst birt hér.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun