Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag og þar hélt sigurganga beggja Los Angeles liðanna áfram. Los Angeles Clippers vann sinn fjórtánda leik í röð en Los Angeles Lakers vann sinn fimmta leik í röð og náði með því aftur fimmtíu prósent sigurhlutfalli. Miami Heat vann Oklahoma City Thunder í uppgjöri liðanna sem mættust í lokaúrslitunum á síðustu leiktíð. Boston Celtics og Houston Rockets unnu einnig sína leiki á jóladag.
LeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 50 stig þegar Miami Heat vann Oklahoma City Thunder 103-97 eftir æsispennandi lokakafla. James var með 29 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mario Chalmers skoraði 20 stig en Miami hefur nú unnið fimm leiki í röð á móti OKC. Kevin Durant var með 33 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook skoraði 21 stig en báðir áttu þeir möguleika á því að jafna leikinn í blálokin. Miami-liðið hefur nú unnið 19 af fyrstu 25 leikjum sínum sem er jöfnun á félagsmeti.
Jamal Crawford skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers fagnaði sínum fjórtánda sigri í röð með því að vinna Denver Nuggets 112-100. Matt Barnes bætti við 20 stigum en bekkurinn hjá Clippers var með 64 stig í þessum leik. Kosta Koufos og Jordan Hamilton skoruðu báðir 16 stig fyrir Denver.
Kobe Bryant var allt í öllu þegar Los Angeles Lakers vann New York Knicks 100-94 en þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð. Bryant skoraði 34 stig í leiknum en þetta var níundi leikurinn í röð þar sem hann skoraði 30 stig eða meira. Metta World Peace var með 20 stig og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Carmelo Anthony var með 34 stig fyrir New York.
James Harden var með 26 stig og Jeremy Lin bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 120-97 sigur á Chicago Bulls. Omer Asik var með 20 stig og 18 fráköst á móti sínum gömlu félögum og Chandler Parsons skoraði 23 stig en þetta var sjötti sigur Houston í síðustu sjö leikjum. Nate Robinson var stigahæstur hjá Chicago með 27 stig og Marco Belinelli skoraði 15 stig.
Rajon Rondo skoraði 19 stig þegar Boston Celtics vann Brooklyn Nets 93-76. Nýliðinn Jared Sullinger skoraði 16 stig og Jeff Green var með 15 stig. Gerald Wallace og Brook Lopez voru stigahæstir hjá Brooklyn með 15 stig hvor en þetta var fjórða tap liðsins í síðustu fimm leikjum.
Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:
Brooklyn Nets - Boston Celtics 76-93
Los Angeles Lakers - New York Knicks 100-94
Miami Heat - Oklahoma City Thunder 103-97
Chicago Bulls - Houston Rockets 97-120
Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 112-100
NBA: Los Angeles liðin á siglingu - Miami vann OKC
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
