Matthías Máni í einangrun í tvær vikur 24. desember 2012 12:48 Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni mánudaginn síðastliðinn, verður hafður í einangrun fram yfir jól og áramót. Þetta staðfesti Margrét Frímannsdóttir í samtali við Vísi. „Þeir sem strjúka almennt eru yfirleitt í einangrun í hálfan mánuð," segir Margrét. „Það er það sem reikna má með, nema að eitthvað sérstakt komi upp á." Matthías Máni gaf sig fram við ábúendur á Ásólfsstöðum, efst í Þjórsdárdal, snemma í morgun. Var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun þar sem hann verður yfirheyrður af lögreglu seinna í dag. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna málsins í dag sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu, að öryggismálum á Litla-Hrauni væri ábótavant. Þá sérstaklega með tilliti til öryggismyndavéla og girðingar. „Öryggisgæslu á Litla-Hraun er ekki ábótavant, nema það sem lýtur að myndavélakerfinu. Það er búið að vera endurnýja kerfið en það eru nokkrar myndavélar eftir. Fyrst og fremst er það hugbúnaður sjálfur." Margrét segir að endurnýjun myndavélakerfisins haldi áfram næstu daga. „Á þessu ári fengum við 50 milljóna fjárveitingu til að sinna þessum málum. Á næsta ári, samkvæmt tillögu Alþingis, fáum við sömu upphæð í fjárveitingu. Þær 50 milljónir á meðal annars að nota í það að efla girðingarnar utan um útivistarsvæði fanga." „Það er búið að bíða eftir þessum girðingum í mörg ár. En það er í raun fyrst á þessu ári, og því næsta, sem ákveðið hefur verið að öryggisaðstöðuna á Litla-Hrauni," segir Margrét að lokum. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni mánudaginn síðastliðinn, verður hafður í einangrun fram yfir jól og áramót. Þetta staðfesti Margrét Frímannsdóttir í samtali við Vísi. „Þeir sem strjúka almennt eru yfirleitt í einangrun í hálfan mánuð," segir Margrét. „Það er það sem reikna má með, nema að eitthvað sérstakt komi upp á." Matthías Máni gaf sig fram við ábúendur á Ásólfsstöðum, efst í Þjórsdárdal, snemma í morgun. Var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun þar sem hann verður yfirheyrður af lögreglu seinna í dag. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna málsins í dag sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu, að öryggismálum á Litla-Hrauni væri ábótavant. Þá sérstaklega með tilliti til öryggismyndavéla og girðingar. „Öryggisgæslu á Litla-Hraun er ekki ábótavant, nema það sem lýtur að myndavélakerfinu. Það er búið að vera endurnýja kerfið en það eru nokkrar myndavélar eftir. Fyrst og fremst er það hugbúnaður sjálfur." Margrét segir að endurnýjun myndavélakerfisins haldi áfram næstu daga. „Á þessu ári fengum við 50 milljóna fjárveitingu til að sinna þessum málum. Á næsta ári, samkvæmt tillögu Alþingis, fáum við sömu upphæð í fjárveitingu. Þær 50 milljónir á meðal annars að nota í það að efla girðingarnar utan um útivistarsvæði fanga." „Það er búið að bíða eftir þessum girðingum í mörg ár. En það er í raun fyrst á þessu ári, og því næsta, sem ákveðið hefur verið að öryggisaðstöðuna á Litla-Hrauni," segir Margrét að lokum.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira