Gylfi Arnbjörnsson leiðréttur Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 13. janúar 2012 16:15 Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Tengdar fréttir Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða.
Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun