Gylfi Arnbjörnsson leiðréttur Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 13. janúar 2012 16:15 Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Tengdar fréttir Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða.
Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun