Hugnast ekki hugmyndir um þjóðstjórn 24. janúar 2012 05:00 Enginn meirihluti enn Ekkert gengur í meirihlutaviðræðum í Kópavogi, Listi Kópavogsbúa vill samstarf allra flokka en það hugnast sjálfstæðismönnum ekki. Fréttablaðið/GVA Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs að mynda „nokkurs konar þjóðstjórn". Meirihluti Samfylkingar, Næst besta flokksins, Vinstri grænna og Lista Kópavogsbúa sprakk fyrir réttri viku og hafa síðan viðræður milli flokka staðið linnulítið en árangurslaust. Í gær slitnaði upp úr viðræðum Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins og Sjálfstæðisflokks og bar Listi Kópavogsbúa því við, í tilkynningu, að saga einstakra bæjarstjórnarfulltrúa, auk fjölda lítilla framboða í bæjarstjórn torveldaði myndun meirihluta. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þeim hugnaðist ekki þjóðstjórnarfyrirkomulagið. „Það hvílir einfaldlega sú ábyrgð á okkur bæjarfulltrúum að mynda starfhæfan meirihluta sem hefur skýr markmið að leiðarljósi í þá átt að halda utan um rekstur bæjarins og koma góðum pólitískum málum til leiðar." Ármann segist spurður um hvort til greina komi að vinna með Samfylkingunni, ekki útiloka samstarf við neinn flokk. „En það er löng leið til Samfylkingarinnar."- þj Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Listi Kópavogsbúa skoraði í gær á önnur framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs að mynda „nokkurs konar þjóðstjórn". Meirihluti Samfylkingar, Næst besta flokksins, Vinstri grænna og Lista Kópavogsbúa sprakk fyrir réttri viku og hafa síðan viðræður milli flokka staðið linnulítið en árangurslaust. Í gær slitnaði upp úr viðræðum Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins og Sjálfstæðisflokks og bar Listi Kópavogsbúa því við, í tilkynningu, að saga einstakra bæjarstjórnarfulltrúa, auk fjölda lítilla framboða í bæjarstjórn torveldaði myndun meirihluta. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þeim hugnaðist ekki þjóðstjórnarfyrirkomulagið. „Það hvílir einfaldlega sú ábyrgð á okkur bæjarfulltrúum að mynda starfhæfan meirihluta sem hefur skýr markmið að leiðarljósi í þá átt að halda utan um rekstur bæjarins og koma góðum pólitískum málum til leiðar." Ármann segist spurður um hvort til greina komi að vinna með Samfylkingunni, ekki útiloka samstarf við neinn flokk. „En það er löng leið til Samfylkingarinnar."- þj
Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira