Norræn ungmenni hafa minni áhuga á lestri en áður. Þetta á sérstaklega við um drengi.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í norrænni rannsóknarskýrslu sem unnin var upp úr alþjóðlegu PISA-könnuninni fyrir árið 2009. Íslenskum og norskum ungmennum gekk betur en árið 2006, en dönskum og sænskum ungmennum hrakaði.
Höfundar skýrslunnar segja að meiri áherslu eigi að leggja á bókmenntir sem höfði til beggja kynja og lestrarþjálfun í grunnskóla.- þeb
