Kraðak í Kvosinni 28. janúar 2012 06:00 Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi. En hvað verða þá mörg herbergi í gömlu Símahúsunum? Varla er fjarri lagi að í öllu þessu samtengda risahóteli verði a.m.k. 300 herbergi, kannski mun fleiri, sumir segja að þau verði yfir 400. Til samanburðar má nefna að á Hótel Borg eru alls 56 herbergi en á Hótel Sögu eru herbergin 209. Erum við kannski að tala um nýtt hótel á stærð við tvær Borgir og eina Sögu, samanlagt? Hótelum hefur fjölgað mikið í miðbænum undanfarið og stefnir í að til verði einsleitur ferðaþjónustukjarni. Kannski er enn þörf fyrir mikla aukningu hótelrýmis en það er leitt til þess að vita að svo mörgum hótelum skuli valinn staður í þröngri Kvosinni og að um leið skuli ekki virt sú verðmæta og sögulega byggð sem fyrir er. Er ekki rými annars staðar fyrir hótel, t.d. við höfnina, á Skúlagötu eða við Hlemm? Hvergi kemur fram í lýsingu fyrir yfirstandandi samkeppni að opna eigi frá hinu nýja 130 herbergja hóteli yfir í Símahúsin enda er það ekki staðfest formlega. Fyrir því eru þó traustar heimildir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni ættu því að gera ráð fyrir plássfrekri aðalaðkomu að þessu hóteli á einhverjum stað. Að stærstu hótelum sækja kvölds og morgna rútur, fjallabílar, bílaleigubílar, leigubílar, þjónustubílar og einkabílar; hótelgestir koma og fara, haldnir eru morgunverðarfundir, ráðstefnur og samkvæmi. Hvar á aðkoman að vera? Í Aðalstræti eru fyrir þrjú gistihús og aðalaðkoma þaðan að nýja hótelinu kemur því trauðla til greina, vegna álags. Samkvæmt samkeppnislýsingunni má ekki skerða Fógetagarðinn og varla vilja alþingismenn aukna bílaumferð í Kirkjustræti, með öngþveiti á álagstímum. Fyrir liggur að forseti alþingis hefur á fundi lagt til við forsvarsmenn borgarinnar að loka fyrir bílaumferð í Kirkjustræti, nema sérstaklega standi á. Þá er bent á að stórar rútur komist ekki með góðu móti inn í Kirkjustræti. Aðkoman yrði þá einkum að vera frá Ingólfstorgi og þeir sem taka þátt í samkeppninni yrðu að gera ráð fyrir því. Forsvarsmenn borgarinnar tala um að gestir verði að ganga með farangur sinn frá hafnarsvæðinu að hótelum í Kvosinni en það leysir ekki vandann og mælist varla vel fyrir þegar rignir og blæs, hvað þá í erfiðu tíðarfari, eins og verið hefur. Er einhver glóra í því að skerða almannarými við Ingólfstorg með því að færa til tvö gömul og sögufræg hús út á torgið og gera þar að auki ráð fyrir bílaumferð á torginu? Hvort sem fólki finnst Ingólfstorg ljótt og kuldalegt eða ekki er það stærsta torg Reykjavíkur, aðaltorg borgarinnar, eign borgarbúa. Hér eru haldnir mikilvægir fundir og samkomur og það er glórulaust að ætla að skerða torgið að miklum mun í þágu peningaafla. Hagsmunir almennings snúast um að lagfæra það og nýta sem best, t.d. líkt og gert var um jólin, með jólamarkaði, og á sumrin mætti vera þarna bændamarkaður og alls kyns önnur, lífleg starfsemi. Hópur sem berst undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa, vill að gömlu húsin tvö fái að standa á sínum stað enda mynda þau ramma með öðrum gömlum húsum á þrjá vegu við Ingólfstorg. Borgin ætti að stuðla að því að þessi hús við Vallarstræti verði lagfærð og fegruð á sínum stöðum, þar með talið húsið sem hýsir Nasa. Kjörið væri að stækka Aðalstræti 7 (gula húsið) í átt að Vallarstræti 4 (rauða húsinu), í hinum fagra og upprunalega stíl og mynda þannig enn heilli og samstæðari umgjörð við torgið. Það má auðveldlega gera Ingólfstorg að aðlaðandi almenningsrými án þess að reisa þar stórt hótel. Með baráttu sem komst í hámark haustið 2009 náðist sá árangur að borgaryfirvöld hurfu frá flutningi húsanna og niðurrifi Nasa. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ætlar nýr meirihluti að hverfa frá þessu, eftir því sem best verður séð. Ætla borgaryfirvöld ekki að marka neina stefnu um það hversu mikil og þétt hótelbyggð megi vera í Kvosinni? Svæðið milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis er svo viðkvæmt að það þolir engan veginn risahótel, eins og lýst var hér að ofan, með þeirri umferð á álagstímum sem gera verður ráð fyrir. Hótel í Símahúsunum er ærið þótt ekki bætist við nýtt hótel við Ingólfstorg. Borgin á varla neina úrkosti aðra en kaupa upp Nasa og gömlu húsin tvö af eigandanum, gera þeim til góða og selja þau, ef vill, og tryggja þar um leið viðeigandi rekstur og framtíð í samræmi við vilja almennings. Öll geta þessi hús orðið glæsileg staðarprýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í umræðunni um niðurrif Nasa munu fáir hafa nefnt annað áhyggjuefni. Fyrirhugað er að breyta hinum gömlu húsum Símans við Austurvöll og Kirkjustræti í hótel og tengja nýja hótelinu sem staðið hefur til að rísi á lóð Nasa. Í nýju hótelbyggingunni á Nasalóð og áfram við Vallarstræti skulu vera 130 herbergi og er vilji til að láta bygginguna tengjast með brúargangi við hótel í Austurstræti 6, þar sem eru 30 herbergi. Þetta eru samtals 160 herbergi. En hvað verða þá mörg herbergi í gömlu Símahúsunum? Varla er fjarri lagi að í öllu þessu samtengda risahóteli verði a.m.k. 300 herbergi, kannski mun fleiri, sumir segja að þau verði yfir 400. Til samanburðar má nefna að á Hótel Borg eru alls 56 herbergi en á Hótel Sögu eru herbergin 209. Erum við kannski að tala um nýtt hótel á stærð við tvær Borgir og eina Sögu, samanlagt? Hótelum hefur fjölgað mikið í miðbænum undanfarið og stefnir í að til verði einsleitur ferðaþjónustukjarni. Kannski er enn þörf fyrir mikla aukningu hótelrýmis en það er leitt til þess að vita að svo mörgum hótelum skuli valinn staður í þröngri Kvosinni og að um leið skuli ekki virt sú verðmæta og sögulega byggð sem fyrir er. Er ekki rými annars staðar fyrir hótel, t.d. við höfnina, á Skúlagötu eða við Hlemm? Hvergi kemur fram í lýsingu fyrir yfirstandandi samkeppni að opna eigi frá hinu nýja 130 herbergja hóteli yfir í Símahúsin enda er það ekki staðfest formlega. Fyrir því eru þó traustar heimildir. Þeir sem taka þátt í samkeppninni ættu því að gera ráð fyrir plássfrekri aðalaðkomu að þessu hóteli á einhverjum stað. Að stærstu hótelum sækja kvölds og morgna rútur, fjallabílar, bílaleigubílar, leigubílar, þjónustubílar og einkabílar; hótelgestir koma og fara, haldnir eru morgunverðarfundir, ráðstefnur og samkvæmi. Hvar á aðkoman að vera? Í Aðalstræti eru fyrir þrjú gistihús og aðalaðkoma þaðan að nýja hótelinu kemur því trauðla til greina, vegna álags. Samkvæmt samkeppnislýsingunni má ekki skerða Fógetagarðinn og varla vilja alþingismenn aukna bílaumferð í Kirkjustræti, með öngþveiti á álagstímum. Fyrir liggur að forseti alþingis hefur á fundi lagt til við forsvarsmenn borgarinnar að loka fyrir bílaumferð í Kirkjustræti, nema sérstaklega standi á. Þá er bent á að stórar rútur komist ekki með góðu móti inn í Kirkjustræti. Aðkoman yrði þá einkum að vera frá Ingólfstorgi og þeir sem taka þátt í samkeppninni yrðu að gera ráð fyrir því. Forsvarsmenn borgarinnar tala um að gestir verði að ganga með farangur sinn frá hafnarsvæðinu að hótelum í Kvosinni en það leysir ekki vandann og mælist varla vel fyrir þegar rignir og blæs, hvað þá í erfiðu tíðarfari, eins og verið hefur. Er einhver glóra í því að skerða almannarými við Ingólfstorg með því að færa til tvö gömul og sögufræg hús út á torgið og gera þar að auki ráð fyrir bílaumferð á torginu? Hvort sem fólki finnst Ingólfstorg ljótt og kuldalegt eða ekki er það stærsta torg Reykjavíkur, aðaltorg borgarinnar, eign borgarbúa. Hér eru haldnir mikilvægir fundir og samkomur og það er glórulaust að ætla að skerða torgið að miklum mun í þágu peningaafla. Hagsmunir almennings snúast um að lagfæra það og nýta sem best, t.d. líkt og gert var um jólin, með jólamarkaði, og á sumrin mætti vera þarna bændamarkaður og alls kyns önnur, lífleg starfsemi. Hópur sem berst undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa, vill að gömlu húsin tvö fái að standa á sínum stað enda mynda þau ramma með öðrum gömlum húsum á þrjá vegu við Ingólfstorg. Borgin ætti að stuðla að því að þessi hús við Vallarstræti verði lagfærð og fegruð á sínum stöðum, þar með talið húsið sem hýsir Nasa. Kjörið væri að stækka Aðalstræti 7 (gula húsið) í átt að Vallarstræti 4 (rauða húsinu), í hinum fagra og upprunalega stíl og mynda þannig enn heilli og samstæðari umgjörð við torgið. Það má auðveldlega gera Ingólfstorg að aðlaðandi almenningsrými án þess að reisa þar stórt hótel. Með baráttu sem komst í hámark haustið 2009 náðist sá árangur að borgaryfirvöld hurfu frá flutningi húsanna og niðurrifi Nasa. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ætlar nýr meirihluti að hverfa frá þessu, eftir því sem best verður séð. Ætla borgaryfirvöld ekki að marka neina stefnu um það hversu mikil og þétt hótelbyggð megi vera í Kvosinni? Svæðið milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis er svo viðkvæmt að það þolir engan veginn risahótel, eins og lýst var hér að ofan, með þeirri umferð á álagstímum sem gera verður ráð fyrir. Hótel í Símahúsunum er ærið þótt ekki bætist við nýtt hótel við Ingólfstorg. Borgin á varla neina úrkosti aðra en kaupa upp Nasa og gömlu húsin tvö af eigandanum, gera þeim til góða og selja þau, ef vill, og tryggja þar um leið viðeigandi rekstur og framtíð í samræmi við vilja almennings. Öll geta þessi hús orðið glæsileg staðarprýði.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun