Vilja rannsaka sölu þriggja banka 30. janúar 2012 11:00 Mynd/Egill Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem rannsaki söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nefndin skuli skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. janúar 2013. Í drögum að tillögunni er lagt upp með fjölda ítarlegra rannsóknarspurninga. Í inngangi segir að nefndin skuli taka til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingunni og að hve miklu leyti þeim var fylgt í framkvæmdinni. Lagt verði mat á ferlið, sem og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra og embættismanna, samningar við nýja eigendur skoðaðir, efndir þeirra og undanþágur. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin vísi grun um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum til yfirvalda. Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að þegar hafi fjórtán þingmenn úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Hreyfingu, auk þingmanna utan flokka, samþykkt að vera meðflutningsmenn. Skúli segir þingflokk Framsóknar munu ræða málið á morgun en hann býst ekki við stuðningi við málið úr röðum Sjálfstæðisflokks. Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka var flutt af þingmönnum Samfylkingarinnar haustið 2010 en hún fékkst aldrei afgreidd úr allsherjarnefnd. „Við leggjum áherslu á að þessi tillaga nái fram að ganga núna og að rannsóknin fari fram á þessu ári," segir Skúli. - sh Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem rannsaki söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nefndin skuli skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. janúar 2013. Í drögum að tillögunni er lagt upp með fjölda ítarlegra rannsóknarspurninga. Í inngangi segir að nefndin skuli taka til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingunni og að hve miklu leyti þeim var fylgt í framkvæmdinni. Lagt verði mat á ferlið, sem og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra og embættismanna, samningar við nýja eigendur skoðaðir, efndir þeirra og undanþágur. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin vísi grun um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum til yfirvalda. Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að þegar hafi fjórtán þingmenn úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Hreyfingu, auk þingmanna utan flokka, samþykkt að vera meðflutningsmenn. Skúli segir þingflokk Framsóknar munu ræða málið á morgun en hann býst ekki við stuðningi við málið úr röðum Sjálfstæðisflokks. Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka var flutt af þingmönnum Samfylkingarinnar haustið 2010 en hún fékkst aldrei afgreidd úr allsherjarnefnd. „Við leggjum áherslu á að þessi tillaga nái fram að ganga núna og að rannsóknin fari fram á þessu ári," segir Skúli. - sh
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira