Ruglið og reikningsgetan Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verðtryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljörðum fleiri krónupeningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtryggingin gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lántaki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guðlaugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrunkrónunum hefði ekki fjölgað í samræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóðirnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitendur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagningu og frádrátt – og jafnvel prósentureikning ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verðtryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljörðum fleiri krónupeningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtryggingin gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lántaki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guðlaugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrunkrónunum hefði ekki fjölgað í samræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóðirnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitendur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagningu og frádrátt – og jafnvel prósentureikning ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar