Ruglið og reikningsgetan Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verðtryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljörðum fleiri krónupeningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtryggingin gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lántaki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guðlaugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrunkrónunum hefði ekki fjölgað í samræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóðirnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitendur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagningu og frádrátt – og jafnvel prósentureikning ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verðtryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljörðum fleiri krónupeningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtryggingin gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lántaki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guðlaugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrunkrónunum hefði ekki fjölgað í samræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóðirnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitendur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagningu og frádrátt – og jafnvel prósentureikning ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun