Ólafur Elíasson vill bæta lífsgæði milljóna með sólarknúnum lampa 13. febrúar 2012 16:00 Ólafur vonast til að lampinn muni í framtíðinni bæta lífsgæði fólks á svæðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem framleiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum tilkostnaði," bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinnum lægra verði heldur en steinolíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærilegur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna.Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum.Mynd/AntonÓlafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Framleiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýtur. roald@frettabladid.is Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen stofnað fyrirtækið Little Sun sem framleiðir ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. Markmiðið er að selja vörurnar til heimshluta þar sem rafmagn er af skornum skammti. „Reynslan hefur kennt mér að í gegnum listsköpun getur maður haft ótrúleg áhrif á heiminn. Þannig getur sólarknúinn lampi bætt lífsgæði milljóna manna sem búa á stöðum þar sem rafmagn fæst varla nema með miklum tilkostnaði," bendir Ólafur á, þegar hann er spurður út í hugmyndina sem liggur að baki Little Sun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í kringum 1,6 milljarðar manna búi á slíkum landsvæðum. Þeir borgi um það bil 324 sinnum meira fyrir lýsingu en þeir sem hafi greiðan aðgang að rafmagni og ljósaperum. Af þeim sökum hafi Little Sun nú sett á markað sólarknúinn lampa sem gefi tíu sinnum meiri lýsingu á tíu sinnum lægra verði heldur en steinolíulampi. Sólarknúni lampinn, sem er í laginu eins og hringur, er lítill, léttur og þykir vera meðfærilegur á allan hátt. Hann má hengja eða stilla upp nánast hvar sem er, á meðan og eftir að hleðslu lýkur og getur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra athafna.Ólafur Elíasson kynnti Little Sun á DLD ráðstefnunni í Munchen á dögunum.Mynd/AntonÓlafur mun hafa yfirumsjón með allri vöruhönnun hjá Little Sun þar sem fleiri sólarknúnir hlutir eru á teikniborðinu. Þar á meðal stærri lampi, hleðslutæki fyrir farsíma, lítil rafhlaða og útvarpstæki. Allt saman verður fjöldaframleitt og selt fyrir aðeins brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta, til þess að það fái sem mesta dreifingu. Framleiðslan verður þó látin ráðast af þeim viðtökum sem lampinn hlýtur. roald@frettabladid.is
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira