Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði 21. febrúar 2012 07:30 stjórnlagaþing kosið Þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing í nóvember 2010. Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ólöglega og Alþingi skipaði stjórnlagaráð, skipað þeim fulltrúum sem kosningu hlutu. Frumvarp þess á að leggja fyrir þjóðaratkvæði í sumar. fréttablaðið/pjetur Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. Skúli átti sæti í stjórnlaganefnd sem skipuð var 2010 til að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og setja fram hugmyndir um nýja stjórnarskrá, en það var upphafið að því ferli sem skilaði stjórnarskrárdrögunum. Hann og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, unnu umsögn um frumvarpið þar sem þessari skoðun er komið á framfæri. „Þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir tillögum um nýja stjórnarskrá áður, hefur málið verið heldur einsleitt og spurningarnar afgerandi. Svo er ekki að þessu sinni. Núna er alls ekki sjálfgefið í hvaða átt þróa á og breyta stjórnarskránni," segir Skúli. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði til á fundi nefndarinnar á þriðjudag að frumvarpið í heild sinni yrði borið undir þjóðaratkvæði í sumar, ásamt með nokkrum afgerandi spurningum. Skúli segir óhjákvæmilegt að skilgreina þau atriði sem nokkuð almenn samstaða er um að þurfi eða megi breyta. Þannig megi taka létta yfirferð á stjórnarskránni og stilla upp í eina breytingartillögu sem hægt er með sanngirni að ætlast til að þjóðin segi já eða nei við," segir Skúli. „Auðvitað er þó matskennt hversu langt er hægt að ganga á þessum grundvelli." „Á hinn bóginn eru atriði sem þjóðin verður einfaldlega að fá að taka skýrari afstöðu til" segir Skúli og nefnir eðli forsetaembættisins sem dæmi þar um. „Önnur atriði, t.d. gerbreytt kjördæma- og kosningaskipan eða grunnbreytingar á reglum um störf ríkisstjórnar hafa aldrei verið rædd eða skoðuð sérstaklega. Það væri hvorki lýðræðislegt né skynsamlegt að ýta þessum breytingum í gegn með þessum hætti." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira